BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Page 12

BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Page 12
1. Hver erafstaða þín til áfeng- is og hvað ræður henni? 2. Hvað finnst þér brýnast að gera í áfengisvörnum? koma upp áróðursstríði gegn víni eins og gegn reykingum. Ekki nóg að tala gegn áfengisneyslu fyrir daufum eyrum. Þessi fræðsla þarf að vera mjög markviss. Óli H. Þórðarson, f ramkvæmdastjóri: 1. Eins og margir unglingar próf- aði ég að „vera stór“ og eins og flestir hinir með því að smakka áfengi. Ekki þurfti ég mikið til að finna að þetta átti alls ekki við mig og ákvað því að láta áfengi algjörlega eiga sig. Og það er dálítið skemmtilegt að setja þessa ákvörðun í samhengi við núver- andi starf mitt, því um leið og ég fékk bílpróf var lífsstefnan ákveð- in: Bindindi. Það má því eiginlega segja að ég eigi um þessar mundir 30 ára „bindindisafmæli". Þrátt fyrir val mitt í þessum efnum virði ég rétt annarra til að neyta áfengis, þ.e.a.s. geri þeir það í hófi og skaði engan annan með neyslu sinni. Það er hins vegar dálítið vandrataður hinn gullni meðal- vegur milli hófs og óhófs. 2. Fyrst og fremst þarf með ein- hverju móti að hindra þann víta- hring sem nú umlykur þjóðfélag okkar, þ.e. að ríkissjóður og þeir sem honum stjórna sjái aðeins tekjur af því sem inn kemur í verslunum ÁTVR en gleymi og hirði ekki um samfélagslegan kostnað sem af víndrykkju leiðir. Þar er mér auðvitað efst í huga allt það böl og sú kvöl sem ölvun- arakstri fylgir og ég þekki því miður svo vel úr starfi mínu. Þá finnst mér að fræðsla um skaðleg áhrif áfengis megi vera miklu meiri og jákvæðari en nú er, en þar á ég fyrst og fremst við að fjöl- miðlar láti af umfjöllun er miðar að því að drykkja áfengis sé það eðlilega. Þetta er svipað og við á um hraðakstur — sífellt er verið að sýna æsandi augnablik rallakst- urs, en við stöðugt að færa slysa- tölur sem til hafa orðið á þann hátt að alltof hratt var ekið miðað við aðstæður. Ég vona að þróunin verði á þann veg að fínt þyki að smakka ekki áfengi - öfugt við það sem er í dag. Ragnheiður Ólafsdóttir, íþróttafræðingur: 1. Foreldrar mínir reykja hvorki né drekka, og það hefur örugglega haft áhrif á mig. Ég var mikið í íþróttum á árum áður, í lang- hlaupum, og þá kemur neysla þessara efna ekki til greina. Skoð- un mín er óbreytt, þótt ég sé hætt keppni. 2. Gott væri ef fólk gæti notað áfengi í hófi, en best er að byrja aldrei að nota áfengi. Það þarf að uppfræða ungt fólk um skaðsemi áfengis og hvernig áhrif það hefur á líkamann til hins verra. Þórunn Elídóttir, kennari: 1. Ég er bindindismaður þar sem það er í samræmi við lífsskoðun mína. Ég ber ábyrgð á eigin lífi og annarra. 2. Forvarnarstarf þarf að efla, ekki bara á meðal unglinga held- ur líka fullorðinna, þar sem brýn- asti vettvangurinn er á meðal for- eldra.

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.