BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 3
Hermann Þorsteinsson: Hvað er til ráða? Nú er spurt, er fyrir liggur að áfengisneysla íslendinga jókst um 23% á síðasta ári. Þetta er áleitin spurning, sem varðar okkur öll. Það þarf minna til að koma róti á hugann. Barn- ungur heyrði ég myndarlegan en drykkfelld- an mann hafa yfir - daginn eftir - sem hann hafði gert um sig og sínar ógöngur: Guðmundur í gærkvöldi, gekk í mestu einfeldni, niður í fen og foraði og fannst þar, þegar dagaði. Og hvað svo? Hann hélt því miður lengi, lengi áfram að ösla bæði í feni og foraði, þar til lífsvökvi hans þvarr! Marga fleiri góða drengi hefi ég á minni tíð séð þræða sömu sorgarleið. Sem barn kunni ég ekki, en nú mundi ég minna hagyrðinginn góða á sálmversið og bænina: Titrandi með tóma hönd til þín Guð ég varpa önd, nakinn kem ég, klæddu mig, krankur er ég, græddu mig, óhreinn kem ég, vei, ó vei, væg mér herra, deyð mig ei. (M. Joch.) Kannski hefði þá undrið gerzt og hann get- að tekið undir þessi orð í sálmi Davíðs: . . . Hann (Guð) dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr hinni botnlausu leðju, veitti mér fótfestu á kletti, gjörði mig styrkan í gangi og lagði mér ný Ijóð í munn, lofsöng um Guð vorn.“ Hermann Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Biblíufélagsins og formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju. Þetta er ráðið (með ákveðnum greini), sem dugir í baráttunni við hinn demon-ættaða Bakkus, hinn slyngasta og hættulegasta allra blekkingameistara í heimsbyggðinni. Ég var staddur í Uppsölum í Svíþjóð, þegar flóðgáttir áfenga bjórsins voru opnaðar hér heima á Fróni. „Opnunar-hátíðin“ var sýnd í sænska sjónvarpinu. Það var dapurlegt og niðurlægjandi á að horfa. Mér fannst gleði mín og stolt sem íslendings hrynja þetta kvöld meðal „hinna norrænu bræðra minna“ - en við, íslenskir, erum aðeins 1% íbúa Norður- landanna. Stærð okkar verður því að vera í öðru fólgin en Qöldanum. Hún reis hátt hafaldan mikla, sem á dögun- um sópaði burt sjóvarnargörðunum við Eyrar- bakka og Stokkseyri. Hún reis enn hærra áfengisaldan, sem reið yfir þjóð okkar árið 1989. Hve mikið er tjónið af hennar völdum? Bakkus, meistari blekkinganna, blindaði marga á löggjafarþingi okkar í átökunum um áfenga bjórinn. Vonandi hafa þeir fengið sjón- ina aftur og snúast nú til varnar gegn voða. BFÖ-blaðið • 1/1990 Útgefandi: Bindindisfélag ökumanna, Lágmúla 5,108 Reykjavík, sími 679070. Ritnefnd: Sigurður Rúnar Jónmundsson (ritsj. og áb.m.), Halldór Árnason og Jónas Ragnarsson. Myndir: Guðmundur Viðarsson o.fl. Prentun: GuðjónÓ hf. Upplag: 3.800 eintök 1. tbl. 18. árg. Míll 1990

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.