BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 9

BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 9
neinn þann, sem áfengið hefur gert að betri manni. Hins vegar hef ég kynnst mörgum sem hafa liðið ólýsanlegar þjáningar af völdum áfengisneyslu. Segja SÁÁ-menn ekki að tíundi hver maður verði alkóhólisti og ómögulegt sé að sjá út fyrirfram hverjir það verði? Ég get ekki hugsað mér að taka þá áhættu að fylla þann hóp. 2. Mér dettur margt í hug í þessu sambandi. Gott forvarnarstarf skiptir höfuðmáli. Það getur verið í formi fræðslu og líflegra um- ræðna þar sem skipst er á skoðun- um um þessi mál. Æskilegt er að t.d. foreldrar, sem brýna fyrir börnum sínum að bragða ekki áfengi, geri það ekki sjálfir. Það er ekki hægt að segja öðrum að var- ast það sem maður sjálfur getur ekki verið án! Ríkisvaldið á að sýna fordæmi í baráttunni gegn áfengisbölinu með því að hætta að veita áfengi í móttökum og veisl- um, sem það heldur. Það skýtur skökku við, að á sama tíma og of- neysla áfengis er skilgreind sem „sjúkdómur", skuli ríkisvaldið, sem greiðir milljónir króna til sjúkrastofnana áfengisneytenda, ögra þessu sama fólki og fleirum til með látlausu framboði á áfengi. Svo má áfram telja. Fríða R. Þórðardóttir, frjálsíþróttakona: 1. Þeir sem eru í íþróttum ná ekki árangri ef þeir neyta áfengis. íþróttir og áfengi eiga ekki saman. Þess vegna hafna ég áfengi. Áfengi leiðir ekkert gott af sér, það er slæmt fyrir einstakl- inginn, fjölskylduna og heilsuna. 2. Fræða þarf unglingana og hvetja þá til að taka þátt í starf- semi þar sem unglingar geta verið án þess að vín sé haft um hönd, svo sem í íþróttum og annars kon- ar félagsstarfsemi. Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur: 1. Afstaða mín til áfengis byggist aðallega á tvennu: Ég hefi aldrei haft löngun til að neyta áfengis. Neysla áfengis hefur leikið fjölda fólks illa, og lagt líf og hamingju þess í rúst. 2. Mikilvægast í áfengismálum er að mínu viti öflugt upplýsinga- og fræðslustarf, sem á að beina að börnum og unglingum. Þar ætti að gera grein fyrir staðreyndum málsins og beina þeim þar með að heilbrigðu og eðlilegu lífi. Helgi Elíasson, ban kaútibusstjóri: 1. Ég tel það mjög brýnt fyrir hvern og einn að neyta ekki áfengis, því að áfengisneysla er engum til góðs. Áhættuþættirnir eru margir, og geta valdið alvar- legum afleiðingum, bæði fyrir þann, sem neytir áfengis, og fyrir fjölskyldu hans, auk þess sem atvinna hans gæti verið í hættu. í mörgum tilvikum hefur áfengis- neysla valdið slysum og sorg. Það er því hveijum manni lífsgæfa, sem neytir ekki áfengis. Það, sem ræður afstöðu minni til áfengis, er fyrst og fremst það, að ég hefi not- ið þeirrar gæfu, að ég hefi aldrei smakkað áfengi. Oft hef ég séð margt ungmennið verða fyrir því óláni að ánetjast neyslu sterkra drykkja, og því vonleysi og þeirri örbirgð, sem því fylgir, samfara upplausn heimila, sundrungu hjónabanda, börnin hafa farið á hrakhóla, og í raun allt lífið farið í rúst. 2. Ákaflega mikilvægt er, að það sé markviss fræðsla um skaðsemi áfengis, sem felst m.a. í fyrir- byggjandi aðgerðum. Slík fræðsla verður að vera unnin af þekk- ingu og mikilli aðgát. Ekki með dómhörku og yfirlæti, heldur

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.