Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 2
14 SKOLABLAÐIÐ hafa eftirlit með, hvernig þeir fara fram. Að því er til andlegra og siðferðis- legra framfara kemur, þá er það eigi að eins með því að búa sjer til á- kveðið fræðslu-»plan«, að heimilin efla þær. Það er miklu fremur heimilis- lífið sjálft, sem er besti skólinn í þessu efni. Orðbragð, ummæli, sem barnið heyrir, alt fyrirkomulag heim- ilisins, heimilisreglur, fataburður, mat- arhæfi, — þetta eru grundvallarregl- ur þær, er ráða fyrir daglegri breytni barnanna. í þessu efni er Ijelegur kofi oft meira heimili en hin skraut- legasta höll. Mörg gullinskreytt höll er ekkert heimili. Og lánið og hag- sældin er ekki aitaf skilyrði fyrir ham- ingjusömu heimilislífi. Raunirnar, sem koma fyrir á heimilinu, geta orðið jafn margar rimar á stiga hinna andlegu framfara, ef vjer aðeins gerum þær að því. En eins og flestum er Ijóst, þarf að fullnægja frekar þeirri andlegu þörf barnanna, sem sjálf segir til sín, — og til að undirbúa þau undir hið andlega starf, er þau eiga fyrir hendi. Rví er nú þannig farið hjá oss, að sökum staðhátta mun óvíða hægt að koma því öðruvísi við, en að heim- ilin veiti byrjunarkensluna eða undir- búningsmentunina. Rótt skólar, sem beint veittu þá fræðslu, sjeu ákjósan- legir, þá geri eg þó ekki ráð fyrir, að alment sje hægt aó koma þeim við. Eg fæ því ekki betur sjeð, en að heimilin verði að jafnaði að hafa hana á hendi. Byrjunarkensla er að nokkru leyti að veita fræðslu í þeim atriðum, sem eru lykill að almennri fræðslu, svo sem lestur og skrift. Um leiðbein- ingar í þessum atriðum mætti gera ýtarlegar greinir, en sökum þess að hjer yrði það oflangt mál, sleppi eg því. En þetta er ekki aðalatriðið í byrj- unarkenslu barna. Aðalatriðið er, — ef maður mætti búast við, að því yrði komið í verk, - að koma á stað and- legri, heilbrigðri starfsemi hjá börn- unum. En það verður með því að glæða þá andlegu hæfileika, sem mest eru vakandi hjá þeim, nefnil. filfinn- inguna og ímyndunaraflið. Hvernig getur þetta orðið? Og á hvern hátt er hægt að koma því í verk? munu menn spyrja. Þetta er mjög eðlileg spurning, en svarið er jafn einfalt og oss mjög nákomið. Fyrst er sjálfsagt að spyrja börnin, hvað þau vilji heyra, því að til lítils er að segja þeim það, sem þau eigi vilja hlyða á. Svarið mun tíðast vera, — svo eg segi ekki alt af — sögur. Þarna höfum vjer það! Ekkert ann- að getur algerlega fullnægt þrá barn- anna. Og víst er um það, að vel valdar sögur, sagðar við hæfi barna, er sú hollasta andlega fæða, er for- eldrar geta veitt börnum sínum. Enda eru engin þau sannindi til, er eigi megi innræta með sögum. Vjer þurfum alls ekki að vera neitt reikandi, hvað gildi þeirra snertir. Fyrst og fremst er það uppeldistræð- islega viðurkent og svo höfum vjer sjálfir reynsluna í þessu efni. Eg ætla að eins að benda á forn- sögur vorar. Hvernig eru þær til orðnar? Faðir sagði börnum og barnabörnum sínum frá hreysti og frægð ættarinnar, og þannig geymdust þær á vörum þjóðarinnar. Ætli nú hinar viðburðaríku en þó hversdagslegu hreystisögur hafi ekki fús- lega fengið eyi u barnanna, hrifið tilfinn- ingarnar og látið ímyndunaraflið fljúga Ijett og frjálst og skapað þeim t'yrir- myndir að keppa að? Og ætli margt rökkrið hjá afa og ömmu þá, hafi ekki oft verið eins fræðandi og að- laðandi og sumir tímarnir hjá bless- uðum börnunum núna, yfir þululær- dómnum, sem — því miður — of mjög hefir brennimerkt skóla vora? Eg hygg það; enda var árangunnn auðsær. Petta var aðal andlega mentun for- feðra vorra, og þetta hefir verið aðal mentagagn heimilanna. Og það er trú mín, bygð á meira en líkum ein- um, að sá þáttur, sem heimilin hafa átt í að viðhalda íslenskri menningu, eigi fremur öllu öðru rót sína að rekja til þessarar fræðslu. Og það vildi eg sagt hafa, að ef íslensku heim ilin — sem þó er sumstaðar útlit fyr- ir — hættu að hafa sögurnar að m e nt- unargrundvelli, þá tel eg heimilis- fræðsluna að engu orðna. Það væri meira tjón en hægt væri að meta í fljótu bragði, og efnisþrungnara en orðin tóm, ef enginn fullorðinn mað- ur — eftir svo sem 30 ár — hefði það í endurminningunni frá æsku- heimili .sínu, að hann nokkru sinni hefði í rökkrunum eða endranær hlust- að á sögur ömmu sinnar! Það væri blátt áfram dauðadómur yfir íslenskri menningu í sagnalist. Nei, heimilin mega ekki leggja nið- ur þessa þjóð legu kensluaðferð, held- ur nota hana, eins og hún fyllilega verðskuldar. Og það væri háðung fyrir þjóð vora, ef hún Ijeti aðrar þjóðir hafa fornsögur vorar til fyrir- myndar í þessu efni, en gengi sjálf fram hjá þeim. Lyðháskólahreyfing- in á beint rót sína að rekja til þeirra. Sbr. ísl. þjóðerni bls. 254. Eg veit, að það eru margir erfið- leikar á, að koma ýmsu í lag, hvað heimilisfræðsluna snertir, eða að það sem eg hjer hefi minst á verði al- ment að framkvæmd. Þess mun langt að bíða. En jafnframt er það ætlun mín, að mestir erfiðleikarnir sjeu áhuga- og afskiftaleysið um þetta mál. Margir foreldrar mundu geta aflað sjer fræðslu í ýmsum atriðum, ef umhugsun um málefnið væri vel vakandi. Og hvað þá umkvörtun snertir, að ekki sje neinn tími til þess, þá er sú umkvört- un mjög sorgleg, því að hún segir að nokkru leyti, að ekki sje tími til að ala upp börnin, og þá er. ilia.farið fyrir oss ísíendingum. Vjer eigum þá ekki mikla framtíð fyrir höndum! Eins og áður er minst á, kemur skólinn til sögunnar^þegar heimilið getur ekki lengur valdið uppeldisstarf- inu. Hlutverk hans er að byggja of- an á þá undirstöðu, sem heimiliðhef- ir lagt og víkka út hinn þrönga sjón- deildarhring barnsins. Hann á að búa barnið svo út, að það verði sem færast til að berjast fyrir tilveru sinni, undirbúa það fyrir lífið; þroska það andlega og líkamlega. Þótt hlutverk skólans sje eigi síður hið síðartalda, þá hefir þó lítið verið gert til þess að efla það, enda hafa ýms skilyrði vantað, er til þess þurftu. Hefir því líkamsuppeldinu of lítill gaumur ver- ið gefinn, og engar öfgar eru það, þó sagt sje að skólanám hafi dregið úr líkamlegum framförum. Hvernig hægt er að viðhafa hent- ugar líkamsæfingar í skólum, get eg verið fáorður um. Eg vísa þar til líkamsmentunar og leikfimi þeirrar, er Skólablaðið hefir haft til meðferðar, um leið og eg þakka blaðinu fyrir, að hafa ráðið bætur á jafn þörfu at- riði uppeldisins og líkamsmentun er. Munu bæði þessi rit verða kennurum og öðrum uppölurum kærkomin. Um andlega mentun skólanna ætla eg sömuleiðis ekki að vera mjög margorður. Eg veit, að margir eru færari mjer í því, og svo mun reynsla hvers kennara vera honum besti leið- arvísirinn, hvernig hver námsgrein er eðlilegast viðhöfð, til þess hún verði nemendunum ávaxtarík. En það er jafnframt víst, að mörg eru skilyrðin sameiginleg til þess að kenslan fari vel úr Kendi, og þá einkum er til kensluáhalda og aðferða kemur. Ef ætti að benda á nokkurn sjer- stakan erfiðleika, sem íslensku alþýðu- kennararnir, öðrum fremur hefðu við að búa, þá er það óefað skortur sá á kensluáhöldum, sem alment hefir átt sjer stað. Þessi vöntun kenslu- áhalda er talandi vottur þess, hve fá- fræði í hinum auðskildustu atriðum hefir verið ríkjandi. Eg sleppi hjer að tala um afstöðu þá, sem farkennararnir hafa verið í við þetta efni Farkenslan hefir aldrei verið mikils metin, sem meðal ann- ars má sjá á þeim hugsunarhætti, er hefir drotnað til skams tíma, — að hver ónytjungurinn, er byðist, væri fullgóður til að skipa það sæti. Ekki er von að vel fari, meðan ekki er hugsað hærra! Og stórum betra hefir það ekki ver- ið við föstu skólana, minsta kosti suma þairra, sem sjeð hefir verið fyr- ir kensluáhöldum. Kennari hefir ver- ið ráðinn; hann hefir byrjað að kenna á tilteknum tíma, en svo hefir hann vantað allra nauðsynlegustu áhöldin. Hefir hann því orðið að bjarga sjer

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.