Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 7
SKOLABLAÐIÐ 19 iega vel það átti við, úr því hann varð að deyja, að hann skyldi flutt- ur aftur til þessa norðlæga lands! JÖrðin var fannhvít. Náttúran sýnd- ist stirðnuð inn að hjarta; stjörnurn- ar blikuðu; loftið var nístandi. Suð rænt land með blómum og sólsktni hafði ekki verið honum að skapi. Næsta dag átti að halda áfram með Ifkið. Nálægt þrjátíu mílum átti að fara með eimlest. Par bíður líklega óvandaður sleði, þakinn hálmi, með einni eða tveimur ábreiðum. Pögulir, þureygir, sorgbitnir menn og sveinar hlaupa líklega með honum yfir snjó- inn, eina mílu eftir aðra. Loks yrði komiö til strjálbygða þorpsins og fá- tæklega heimilisins og foreldranna, sem slegin eru ómegin sorgarinnar! Og svo aftur, daginn eftir átti að leggja þenna son víkinganna, sem fundið hafði blóð þeirra sjóða í æðum sjer ■og látið það hrinda sjer út á frægða- braut, sem betur hæfir þessarar aldar manni en að brenna borgir eða láta blóð fossa — niður í grunna og óhreina gröf. Og svo myndi sól þessa norð- læga lands varpafölum geislum á gröf hans; yfir henni myndi stjörnur á norðurloftinu blika hvössum augum. Og nærri henni, svo undur-nærri, myndi þetta norðlæga stöðuvatn lemja ströndina og stynja. '2£§§v,,,-«í§||c- Vanskilum á Skólablaðinu eru kaup- -endur tafarlaust beðnir að skýra ritstjóra eða afgreiðslumanni frá! — Utanáskrift: Skólablaðið, — }(afnarfirði. '*/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/*/W/*/*/Æ/Æ/Æ/*/*/*/*/*/Æ/Æ/Æ, Æ ’Æ. 'Æ Æ/Æ/Æ/Æ/Æ Æ/ÆÆTÆ/Æ/Æ/Æ/Æ TÆ/Æ/Æ/Æ/Æ ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ Æ Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æz Gjalddagi Skólablaðsins var 1. október. Peir kaupendur sem eigi hafa borgað blaðið, eru ámintirað gera það sem allra fyrst! — Úrsagnir fyrir þetta ár eru eigi tekn- ar gildar frá þeim mönnum, sem orða- laust hafa veitt blaðinu móttöku fram að gjalddaga. Enda er það ósæmilegt að ætla sjer slíkt. i. árg. Skólablaðsins U tiyir kaup* ettdur fyrir t kr. Vesfan hafs og ausían. Cudvið Scbrödcr hinn ágæti lýðháskólafrömuður dana, fyr- verandi skólastjóri á Askov, er nýlega lát- inn. Verður hans minst ýtarlega í næsta blaði, og mun það flytja mynd af hon- um. Brciðablik II. ár. Desember 1907. Nr. 7. Efni: 1. Mannanna mikli fögnuður. — 2. Mann- úðarleysi. — 3. St. G. Stephansson: Vegsemdarfylgjan. — 4. Sonur víking- anna. — 5. Afram eða aftur. — 6. Að geyma sannleikann. — 7. Mynd:merkja- foss. — 8. Á Hofmannaflöt. — 9. Jankó og tiðlan, saga. Cvcir íslcndinsar ganga í vetur í lýðháskólann á Vorsi (Voss) í Noregi. Er hann talinn einn hinn besti lýðháskóli norðmanna, Aður hafa 4— 5 ísl. gengið í lýðháskólann á ! Jaðri. Fer þeim fjölgandi, íslenskum ung- mennum, er sækja mentun sína til Nor- egs, og mun gott eitt af því leiða, því yfirleitt mun kensla á norskum skólum eiga betur við lunderni vort og þarfir en á öðrum erlendum skólum, og ber margt til þess. Milli hafs og hliða. „Sn|óbað.“ Hinn 3. mars var veður svo hlýtt og gott í Hafnarfirði, að allir nem- endur Flensborgarskólans (piltarnir) fóru í leikfimisstundinni með kennara sínum (H. V.) útúr bænum suður í hraun, færðu sig þar úr klæðum öll- um og »böðuðu« sig í fönnunum all- langa stund. Varð þar Æandagangur í öskjunni*. Hvítir skrokkar í hvítum snjó! Ærsl og áflog, snjókast og grískar glímur og spriklandi fjör í öllum taugum. — Var þessháttar baó öllum nýnæmi mikið, og hugðu pilt- ar misjafnt tii. En á það vóru allir sáttir, að betri hressingu hefðu þeir aldrei fengið, og varð þeim strax heitt og notalegt, jafnvel meðan þeir vóru að byltast í fönninni. Og á eftir vóru þeir frískir og Ijettir á sjer miklum mun fremur en áður. Lofuðu því margir þeirra, að »gera þetta oftar«, og væri vel, ef svo færi. Tnðólfsmynditt, sem ætlast er til að verði sett á Arnarhól. ný unamennafjclöð- Á Eyrarbakka er nýlega stofnað ungmennafjelag með um 30 fjelögum. Stofnandi þess er Flensborgarnem- andi Oeir Guðmundsson frá Stóru- Háeyi. Býst fjelag þetta við að ganga í »sambandið« hið fyrsta. — Á Seyðisfirði er einnig nýstofnað ungmennafjelag með 20 — 30 fjelög- um. Er stofnandi þar Þorsteinn kenn- ari Jónsson, gagnfræðingur, sá hinn sami, er stofnaði »Ungmennafjelag- ið Morgunstjarnan« á Fljótsdalshjer- aði í fyrravetur. í Reykjavík er stofnað nýtt Ung- mennafjelag, »Einar Rveræingur* að nafni. Er það einskonar klofning- ur úr »Ungm.fj. R.víkur.« Á Eskifirði er einnig nýstofnað ung- mennafjelag með 20 — 30 ungmennum. Ætlar það meðal annars að iðka glímur og leikfimi í vetur. Hafa konur sem karlar aðgang að fjelaginu. í »Ungm.fjel. Rvíkur« ernýlega stofn- uð kvenndeild, »Iðunn« að nafni, með um 30 konu m. Reynist samstarf deilda þ essara vel, er líklegt, að þær rennisam- a n í eina deild að vetri. Enda er það æskilegast, að karlar og konur geti starf- að algerlega saman, og má það vel tak- ast í kauptúnum og borgum, þótt ýmsir sjeu þar annmarkar, er eigi gætir í fá- menni til sveita. Par eru aftur á móti samfjelög karla og kvenna sjálfsögð. Enda er svo alstaðar hjá frændþjóðum vorum. „OlyttibUku lcikarnir.“ Frá alheims-íþróttamótum þessum hefir verið skýrt svo greinilega í ýms- um blöðum, að Skólablaðið vill eigi bera í bakkafullan lækinn. Hefir enda eigi rúm til þess. En geta vill það þó þess, að hjer

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.