Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 15.03.1908, Blaðsíða 6
18 dyggi vörður »móðurmálsinsgóða«, er meinin skæðu læknað gatst með söng, hvítar jökulkinnar kvaðstu rjóðar, og kveyktir Ijós í dimmri gljúfraþröng. Þú söngst í hlíðar sumarfagran gróður, þú sviftir drungahjúp af mæddri þjóð. Oss kenna enn að virða vora móður þín viðkvæm, Ijúfu, snjöllu sigurljóð. Pú, sem að skipar sæti’ á hæstu tindum og sendir þaðan ennþá dýrstan hljóm, þú, sem að til vorljút'um veitir lindum, og lýðinn vekur snjöllum hvataróm, þú ert á vörum þinnar eigin þjóðar, sem þig rak fyr á dífsins eyðihjarn.« Pjer lyfta’ .á vængjum vættir landsins góðar, þig virðir, elskar sjerhvert íslands barn. Sig. Arngrímsson. »Heldurðu, að eg sje svo mikill sóði, aðeg þurfi að þvo mjer á hverjum degi!« sagði skitinn strákur við ferðamann. þannig er hugsunarhætti margra farið í þessu efni. Peir nota vatnið til nauð- synlegrar hreinsunar, annars ekki. Vita alls eigi, að í köldu vatni er fólgin ein- hver sú besta og óbrigðulasta heilsulind, sem til er. Vita eigi, að þetta tvent, kalt vatn og hreint loft, eru þau tvö alheims-meðul, er Guð hefir gefið oss. Og vanrækjum vjer að nota þau, getur enginn læknir, hve góður sem er, gefið oss fulla heilsu aftur. Jafnvel við versta og skæðasta meinvætti æskulýðsins — lungnatæringunni — er hreint loft því nær einasta meðalið. þá neyðumst vjer til þess að bjarga lífinu, að nota þau »undralyf«, er guð gaf oss í vöggugjöf, til þess vjer gætum lifað löngu, hraustu lífi og notið þeirrar gleði og sælu, er fylgir því að eiga heilbrigðan líkama. Eg er einn af þeim mörgu, er hefi verið svo óhamingjusamur að fara alger- lega á mis við alla þekking og skilning á líkamsþroskun í æsku, einmitt á þeim árum, er heilbrigðisgrundvöllur heillar æfi á að myndast. Er því venjulega of seint að ráða bót á þessu, þegar augu manns að Iokum opnast eða verður lokið upp fyrir þessu mikilsverða atriði — eða lífs- skilyrði. þó er betra seint en aldrei. Og hefi eg sjálfur átakanlega reynslu í því efni. — Af 36 bekkinautum mínum (í Noregi) vórum vjer 6, er notuðum hvert tækifæri er gafst til skfðaferða, að minsta kosti tvo síðustu veturna. Til þess eydd- um vjer þeim tíma, er fjelagar vorir þóttust eigi mega af sjá frá náminu, — og náms- tími vor var eigi meira en þriðjungur á við hinna. En þó var ávinningurinn vor megin. Vér vórum þeir hraustustu á öll- um skólanum. Eg t. d. var lítilfjörlega lasinn 1 — einn — dag á 3 — 4 árum. En fjöldi skólabræðra minna vanræktu skól- ann fjórðung eður alt að því þriðjung námstímans sökum sífelds lasleika — SKÓLABLAÐIÐ ekki veikinda beinlínis, heldur máttleysis, taugaóstyrks, höfuðverkjar, bióðleysis — o. s. frv. — Og er Ieið að prófi unnum vjer 6-menningarnir það margfalt aftur er vjer höfðum »mist« á veturna. Bá höfð- um vjer þrek og fjör og þrótt til starfa bæði nætur og daga -- ef á þurfti að halda — þær 6 vikur, er próf stóð yfir, en margir hinna gáfust upp á miðri leið eða vóru alveg að þrotum komnir. Sum- ir jafnvel alveg. Og nú eru sorglega margir þessara skólabræðra minna dánir úr þessum hræðilega »nemendasjúk- leik«, er æ hrífur fleiri og fleiri ung- menni. Lungnatæri ng! Eg veit eigi betur, en að vjer 6-menn- ingarnir sjeum allir heilir og hraustir, enn sem komið er. Þakka eg það skfðaferð- um vorum á vetrum og fjallgöngum og böðum á sumrum! Petta er lífs-sannfæring mín, er fest hefir djúpar og sterkar rætur hjá mjer. Dauði ungra og efnilegra skólabræðra minna hljómar mjer sí og æ fyrir eyrum sem nístandi neyðaróp. F*eir dóu »fyrir tímann* — af sjálfskaparvítun1 — sjálfs sín, skólanna og þjóðarinnar í heild sinni. Alt krafðist andlegrar þroskunar — og allir gleymdu líkamanum. — Nema dauð- inn. — Less vegna get eg ekki gleymt þessu. Þess vegna get eg ekki þagað. Jafnvel ekki um miðjar nætur! Enginn þarf að ætla, að eg mismeti andans mentun. Eg set hana jafnhliða líkamsmentuninni. Hærra ekki. — — Eitthvað hið fegursta, er eg sje, er vel þroskaður mannslíkami nakinn. Lað er fögur sjón! »SamspiI« stæltra vöðva er augum mínum jafnmikil nautn og fagurt kvæði eða fagrir hljómar eyrum mín- um. Að hugsa sjer það, að til eru gamlir menn, er aldrei hafa í vatn komið, aldrei laugað sig! Ótrúlegt er það, en satt þó. Væntanlega er þó þeirri öld lokið hjer hjá oss, og munu sundmennirnir vorir frægu, LárusJ. Rist. o. fl., stuðla drjúgum að því, að koma sundi á að nýju hjer hjá oss, og er þá eigi ólíklegt, að ís- lendingar eigi það eftir að keppa á ný við fræga erlenda íþróttamenn — t. d. næst, er þeir sækja ólympiska leika, hvar og hvenær sem það verður. Heilsuhælin eru góð og lofsverð fyrir- tæki, sem allir ættu að styðja og styrkja. En ef Ungmennafélög Islands verða eins samtaka, og þau geta orðið með hægu móti, í því að koma á fót öflugu og skynsamlegu íþróttalífi með þjóð vorri, munu heilsuhælin standa tóm — sem betur fer — og mætti þá veita mikið af fje því, er til þeirra færi, til þess að auka og þroska íþróttalífið og þannig stemma stigu fyrir hættulegustu sjúkdómunum áður en það er of seint og gera þá landræka. F’jóð vor er eigi svo fjölmenn, að þetta sje eigi vinnandi verk, ef skilningur og áhugi er nægur. T. d. 2 — 3 áhuga- samir íþróttamenn, kostaðir af landsfje, gætu haldið uppi íþróttalífi um land alt með því að ferðast um land alt á víxl. — F*au »embætti« gætu orðið vel arðberandi á skömmum tíma. Myndi það fljótt reynast, að 80,000 hraustra kvenna og karla væri efnilegri til allra dáða en helm~ ingi fleiri með heilsufari því og líkams- þroskun, sem nú er algengt hjer á landj og víðar. — — Hvenær skyldi sá tími koma, að þetta verði eitt af helstu áhugamálum þings og þjóðar hjer á landi? Pá myndi hafin gullöld hin nýja. Sonur víkinganna. EftirProf. Ui. f. Osborne. ($ent Breiðablikum) Kvöld eitt í febrúarmánuði fyrir nokk- urum árum var eg beðinn að mæla fáein orð til endurminningar yfir líki ungs íslensks námsmanns. Hann var bjarthærður og þrekvax- inn eins og væri hann af risum kom- inn. Hann var fæddur á íslandi, en hafði flutst til Kanada með foreldrum sínum. F*au námu land á ófrjórri strönd norðlægs stöðuvatns, og fæ eg ekki skýrt það með öðru en rauna- legu dálæti bóndans á því, sem hann hefir vamst. Heimþráin yrði ef tii vill ekki eins óbærileg þar. Sterkir stormar myndi blása, snjór myndi falla, brestir heyrast í ísnum, — fiski- lykt verða í fjörum, ekki svo sjerlega ólíkt því, sem verið hafði á fóstur- jörðinni kæru. Pilturinn, sem þarna lá látinn fyrir framan mig, hafði haft þekkingarþorsta ættfeðra sinna. »Af lágum stigum, leitaði hann hærri.« Fyrir meðfædd- an kjark varp hann sjer inn í mann- fjelagsstrajum næstu stórborgar. Pekk- inguna svalg hann, þögull og með áfergju. Kveifarskap fyrirleit hann, en gekk orðfár á hólm við risa og for- ynjur örðugleikanna með fögnuði feðra sinna. Hrikalegur sjónleikur eins og Macbeth, og óheillavænleg harmasaga eins og Hamlet örfaói skilning hans og fullnægði anda hans. Hann var höfðingi að háttum til sálar og lík- ama. Alt, sem honum var unt að ná í hjer, tileinkaði hann sjer. En þorstinn var eigi sloknaður. Hann vildi leita að auðugri uppsprettum. Aftur varp hann sjer út í mannfjelags- straum enn vandgæfari. Og jafnvel þar var hann að sigra. Pegar á fyrsta ári hafði honum verið klappað ósvik- ið lof í Iófa. Pað var verið að temja risann, en ekki verið að svipta hann lokkum. Með stöðugu áframhaldi í þröngum farvegi leit út fyrir, að aflið, sem honum hafði verið gefið, yrði auðugt til framkvæmda. En í miðju kafi var hann sleginn að velli. Og nú lá hann fyrir fram- an mig — líkið nærri komið heim. Pó eg væri hryggur út af dauða hans, gat eg eigi annað en fundið, hve alt hæfði hjer hvað öðru. Hve frámuna-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.