Skólablaðið - 15.12.1908, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.12.1908, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 91 en Landskankinn. Fyrirhöfnin er mest í fyrstu, en mun borga sig, er tíniar líða, ef ekki beinlínis þá óbeinlínis. Rjett er að geta þess að barnaskóla- börnin í Rvík eiga nú í Landsbankanum hátt á annað þxás. krónur og eru þó tæp 2 ár síðan aurasjóður þessi myndaðist. Rauðará við Reykjavík Laufey Vilhjálmsdóttir. ^-rifir- Laun barnakennara í Danmörku hafa verið bætt að nokkrum mun á þessu ári með lögum, sem komu í gildi 1. apríl í vor er leið. Samkvmt þeim eru byrjendalaun barnakennara í sveit 900 kr.; það er lágmarkið; en skólanefndirnar geta hækkað árslaunin upp í 1400 kr. Byrjendalaun hjálp- arkennara eru 700 kr.; þau getur skólanefnd hækkað upp í 900 kr. En svo kemur launa-viðaukinn, sem borgaður er úr ríkissjóði. Hann er 1000 kr. eftir 20 ára þjónustu. Launa- viðaukarnir eru 5, 200 kr. hver, 4. hvert ár. Launaviðaukar kenslukvenna eru 800 kr. Sveitakskólakennari í Danmörku get- ur því komist upp 2400 kr. laun á ári eftir 20 ára þjónustu, en aldrei minna en 1900 kr. árslaun ef hann starfar í 20 ár. Og kenslukonur fá þannig eftir 20 ára starfsemi við skóla að minsta kosti 1500 kr. árslaun, en geta líka fengið 1700 kr. laun. Hjer við bætist svo ókeypis húsnæði og eldiviður, og ennfremur garðs af- not eða jarðarparts, og eru öll þessi hlunnindi metin 300 kr. í kaupstöðum eru launin auðvitað talsvert hærri, og eru tvenn: hærri og lægri laun eftir þessum rnælikvarða: Kennarar: Lœgrilaun Hœrri laun 4 fyrstu árin 4 næstu eftir 20 ár Kenslukonur: 4 fyrstu árin 4 næstu eftir 20 ár 1500 kr. 1700 - 2800 - 1400 - 1500 - 1900 - 1600 kr. 2800 - 3000 - 1500 - 1600 - 2000 - Petta segja hin nýju launalög Dana. En svo eiga þeir sjer eftirlaunalög, sem bæta mjöghagbarnakennaranna. Sam- kvæmt þeim fær kennarinn 50 °/0 af launum sínum ef hann hættir eftir 10 ára þjónustu og 2/3 launanna eftir 20 ára þjónustu. Afleiðing þessara ágætu eftirlaunalaga er sú, að í Danmörku eru menn kennarar á besta aldri, og leggja kennarastarfið niður hlutfalls- lega ungir. Qamlir skröggar þykja heldur ekki hentugir til kennaravinnu. Ekki verður annað sagt en að þessi nýju launalög Dana sjái nokkurnveginn vel fyrir barhakennurunum, enda er mikið heimtað af þeim. Verkamenn hinnardönsku kennarastjettar eru verðir launanna. Ekki eru þessar tölur settar hjer af freistingu til þess að gera neinn sam- anburð milli íslenskra barnakennara og danskra; það er svo ólíku saman að jafna um margt; en búast má við að leséndum Skólabl. þyki nógu fróð- legt samt sem áður að sjá hversu mikils kennarastarfið er metið með nágrannaþjóðunum. Af vinnulaunum, sem boðin eru, má venjulega sjá nokkurn veginn Ijóslega, hversu mikils vinnan er metin. Hjer kemur þó fleira til athugunar, svo sem mentun- arkostnaður kennara stjettarinnar, efna- hagur þjóðainnar o. s. frv. Nýjar bækur. Málfrœði isl. tungu og helstu atriði sögn hennar í ágripi eftir Finn Jónsson. K-höfn 1908. Kostnaðarmaður Sig. Kristjánsson. Vjer eigum ekki marga afreksmenn, ís- lendingar, á sviði vísindanna. Enda er engin von til þess, um svo fámenna þjóð, að hún leggi lið að mörkum til þess starfa að ryðja mannsandanum útsýn. En þeim mun þakklátari og ræktarlegri ættum v er að vera þeim hinum fáu, er halda uppi sæmd vorri í þessu efni. Afkastamestur allra mílifandi íslenskra vísindamanna, og orðsælastur með er- lendum þjóðum, er vafalaust prófessor Fintiur Jónsson, — þótt lítt hafi landar hans kunnað að meta hann til þessa. Starfsþrekið er aðdáanlegt, og víðsýni hans í fræðigrein sinni að sama skapi. Auk þess er hann hefir Ieyst af hendi hvert stórvirkið á fætur öðru — nefni eg þar helst til bókmentasöguna miklu (um 1800 bls. í stóru 8vo), er hann reit á dönsku, og Heimskringluútgáfu hans — rignir árlega úr penna hans mörgnm vís- indalegum ritgerðum, er fela að baki sjer margbrotið rannsóknastarf í ýmsum grein- um norrænna fræða. Um þekking á fornum kveðskap og glöggskygni á eðli og sögu fornísl. handrita má hann telj- ast öndvegishöldur norrænna vísindamanna nú á dögum. Þetta margbrotna vísinda- starf hans hefir vitanlega farið fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra manna hjer á landi. Kunnari eru mönnum alþýðurit próf. Finns. Hann hefir sem sje við og við lagt rannsóknimar á hilluna og brugðið sjer yfir á annan vjettvang, — tekið að rita fyrir íslenska alþýðu. En þar stend- ur hann óneitanlega feti aftar — enda er það ekki aðalstarfssvið hans. Hann er vísindamaður í h'úð og hár, og því tamara að láta skyusemina, kaldan rann- sóknaranda, stjóma penna sínum heldur en listfengi eða tilfinningar. Mönnum þykja alþýðubækur hans þurrur og ólist- næmar, og telja þeim það til lasts. Rjett er nú það, — að nokkru leyti. Víst er það kostur á alþýðurithöfundum, að þeir geti klætt efnið í hjartnæman búning og látið gneista hrjóta úr pennafarinu — svonn við og við l3að getur orðið til þess, að dottandi sálir hrökkvi upp og fari að hhtsta. Höf. hefir hætt til að virða þetta atriði of mjög að vettugi. En of mikið má að því gera, og galla- tilhneiging er það hjá vísindamanni. Efnisatriðunum sjálfum hættir þá einatt tll, sje hófs eigi vandlega gætt, að hverfa til hálfs í glitraudi tíbrá, svo að það sem eftir sitttr í huga Iesandans verðttr óljóst tilfinningahjóm, en eigi þekking; höf- undurinn seilist inn á starfssvið skálds- ins, og gildi bókarinnar verður fagur- fræðilegs eðlis. Alþýðubækur Finns full- nægja hins vegar þeirri kröfu, er jafnan hlýtur að verða efst á baugi um fræðirit; þær eru einkar áreiðanlegar og greina glögt meginatriði frá aukaatriðum; les- andinn missir aldrei sjónar á mergnum málsins. Sú bók, er próf. Finnur hefir nú sent löndum sínum fyrir milligöngu Sig- urðar Kristjánssouar, er allvísindaleg og eigi þannig vaxin að efni til, að til skemtilesturs mætti horfa, öðrum en þeim, sem snortnir eru af ást á efninu sjálfu og þrá fróðleik um það. Hún er stremb- in fræðibók, innviðamikil, ekkert al- manna-ljúffengi; hún hæfir þeim einum. sem öðlast hata allgóða undirbúnings- þekkingu á málinu og vilja nú hnýsast lengra. En þeim er hún líklega gullvæg handbók. Höf. hefir þar sett saman í eina yfirlitsglögga heild öil þýðingar- mestu atriðin, er vísindamennirnir hafa orðið ásáttir um til þessa á þeim sviðum, er bókin viðkemur. Smávægilegum ágrein- ingsatriðum sleppir hann, og um hin, er meira máli skifta, lætur hann þess við getið að á þeim leiki vafv. Alhr þelr, er íslensku-kenslu hafa á hendi, hljóta því að verða bók þessari alls hugar fegnir, og víst er eigi fyrir það að synja, sem höf. vonar, að mÖrgum öðrum full- tíða mönnum, jafnt leikum sem lærðum, muni þykja gaman »að fá skýringar. á helstu atriðum íslenskrar málfræði og sögu þeirra og orðmyndanna.« Til þess að vera námsbók í skólum er hún aptur á móti eigi vel fallin, enda eigi í þeim tilgangi samin. Og jeg get jafn- vel ekki tekið undir þá hógværlegu ágisk- un höfundarins, er hann lætur í veðri vaka að bókina mætti eftir vild nota handa námsmönnum í efstu bekkjum hinna æðri skóla vorra, — — það væri þó helst í efstu bekkjum lærðaskólans, með stakri var- færni af kennarans hálfu. Titill hennar er »málfræði íslenskrar tungu* o, v. frv. , En hann ferístóransveignminnihaldbókar- innar. Hún tekur til meðferðar að eins tvö höfuð atriði íslenskrar málfræði, innan vissra takmarka, hljöðfræðina ógórð myndafræðinar hina fyrri nærfelt eih- göngu með tilliti til fommálsins, hina síðarnefndu eftir málsögnlegurri rökum frá frumnorrænu til nýíslensku. En orð- myndafræðin, orðaskipunarfræðih óg þýð- ingarfræðin eru la'tnar utanveltu. Bókin er þannig söguleg málmyndalýsing í ágripi — og ágæt á því sviði. En námsbók í ísl.málfræði þarf að koma víðar við og fara fljótará yfir áhverju eitistöku

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.