Skólablaðið - 19.02.1909, Page 3

Skólablaðið - 19.02.1909, Page 3
SKOLABLAÐIÐ 15 dögum standa í öfugu hlutfalli við menninguna!? Mun það vera fyrsta skrefið til að gera börnin okkar dönsk, þetta, sem fræðslulögin meðal annars fyrirskipa, að kenna þeim móðurmál- ið sæmilega, kenna þeim sögu þjóð- ar vorrar, kenna þeim að syngja ís- lensk ættjarðarljóð? Mjer finst svar- iðliggji svo opið fyrir, að eg sleppi því. Að öðru leyti sýnist mjer ekki neiít í niðurlagi greinarinnar, sem vert sje að taka til athugunar. Það eru alt eintómar skýjaborgir, bygðar á þeim grundvelli, sem lagður er framar í greininni, og hljóta að hrynja með honum. * * * Eftir að þetta var skrifað, hefir hr. V. G. enn ritað í »ísafold« um fræðslu- mál og komið fram með tillögur um þau. Grein þessi er að því leyti ólík hinni fyrri grein hans, að hún er hóglegar rituð, og væri því miklu ánægjulegra að svara henni; en rúmið leyfir það ekki að þessu sinni. Það skal að eins tekið fram, að mikið af því, sem höf. heldur fram og vill láta koma i stað fræðslulaganna, það felst einmitt í fræðslulögunum, eða er samrýmanlegt við þau. Pað virðist því aðallega vera misskilningur á þessum lögum, sem liggur til grund- vallar fyrir afstöðu hans í málinu. Einstöku atriði greinarinnar, þau, sem snerta verulegar breytingar, svo sem aldurstakmark o. fl., verða væntanl. athugaðar í »SkólabI«. við tækifæri. í þetta sinn vil eg að eins beina ti! hr. V. G. og annarr. sem líkrar skoð- unar eru, þeirri ráðleggingu, að þeir lesi fræðslulögin vandlega, áður en þeir stinga upp á breytingum á þeim eða frestun á framkvæmd þeirra. Sigurður Jónsson. Aths. I fyrri hlula greinar þessarar, (síð. b!.) hafa slæðst inn prentvillur eigi allfáar. þótt flestarverði væntanl. lesnar í ntálið. Less- ar eru helstar: Á 1. bls. 3. d. 6. I. a. n. stendur: peninga- lán, á að vera: peníngataun. Á 5. bls. 1. d. 14.- 15. I. a. o. stendur: kröftunum, á að vera: kröfunum. Mentun kvonna. Kvennablaðið mintist á það í haust hvað lítill jöfnuður væri á mentun karla og kvenna vor á meðal enn þá; allir könnuðust við að piltar þyrftu að minsta kosti þrjá vetur til náms, ef þeir ættu að verða sæmilega mentaðir. en hitt þætti mörgum meira en nóg að ungu stúlk- urnar væru einn vetur á einhverjum kvennaskóla eða fengju sjer »tímakenslu« í Reykjavík. — Rað er bersýnitegt að þetta er alveg satt, enda hafa ýmsir bent áður á það, en gamail rótgróinn vani er fastur í sessi, og er ekki úr sögunni þótt stúlkum sje veitt sömu rjettindi og piltum við ýmsa almenna skóla vor á meðal. — Hagur margra er að vísu svo þröngur að þeir geta naumast kostað öll börn sín til náms marga vetur, og láta svo drengina eða drenginn alveg sitja í fyrirrúmi, og þykir það borga sig betur en mentun dætranna. Bað má segja ýmislegt bæði með og móti þeirri skoðun, en hitt er ómótmælaniegt að »kákið« eða hálfment- unin »borgar sig« allra lakast, og það verður sjaldnast eða aldrei annað en »kák« að verja aðeins einum vetri til náms eft- ir ferminguna, hvort sem stúlkur eða piltar eiga hlut að máli. Fyrst og fremst irá það ekki gleymast í þessu sambandi að árlega eru fermd allmörg börn víðsvegar um land, sem alls ekki eru svo nndirbúin að lagaheimild sje til að ferma þau. — Þessi fullyrðing þykir ef til vill full stór, en eg hefi undanfarin 14 ár kynst nál. 500 fermdum ungmennum víðsvegar um land í þessum efnum. Rorri þeirra hafði að vísu lært að nafninu til það, sem lögskipað var, en þó var reiknings- kunnáttan oftast stórgölluð, — andlaus utanaðlærdómur, óvanur öllum spurn- ingum og hugarreikningi. En jafnframt hafa verið í þessum hóp þó nokkrir sem nauniast liöfðu lært einskonartölur, hvað þá meir, í reikningi, skrifuðu rangt flest orðin í móðurmáli voru, og vóru harla ófróðir um aðalatriði trúar vorrar og sögur biblíunnar. — Og þó hefir þetta alt verið fólk, sem foreldrar eða aðrir hlutaðeigendur, taldi fært um »að fara í skóla*, eða njóta alldýrrar framhalds- mentunar. — En hvað mun þá vera heima fyrir meðal hinna? — Bað er þung sök margra presta í þessu máli, og hún er ekki Ijettari fyrir það, þótt margir foreldrar sjeu svo afar- skammsýnir, að vilja flýta fermingu barna sinna sem mest, eða þótt það kunni að vera rjett, sem mjer hefir virst, að þeir fáfróðustu hafi að öllum jafnaði verið úr kaupstöðum eða sjóþorpum þar sem barnaskólar vóru. — Prestunum ætti að minsta kosti að vera það fullljóst að það er beinlínis illa gjört gagnvart börnun- um að slaka að óþörfu á fræðslukröfun- um fyrir ferminguna, þær hafa ekki ver- ið svo háar að undanförnu, og þeir niættu ekki hika við að verða stöku sinn- um fyrir stundargremju hugsunarlítilla manna fyrir þessháttar »strangleik«. — Og söm.deiðis hafa fæstir barnaskólar vorir verið svo fullkomnir að prestar og heimilin hafi haft fullar ástæður til að varpa á þá allri umhyggju fyrir barna- fræðslnnni. Pað er bersýnilegt hvað lítil not verða að einum námsvetri fyrir þá, sem þann- ig hafa áður lært sama sem ekkert eða verra en ekkert, og sömuleiðis að þeim er það sjálfum þraut og öðrum töf að vera í skóla með þeim, sem lengra eru komnir. Tímakenslan í Reykjavfk getur komið að góðu haldi, ef hún er nógu langvinn og nemendurnr hafa efni á að leita til góðra kennara, en þar sem slíkt nám vcrður miklu dýrara en skólavist, reyna flestir, sem afla sjer kenslu utan skólanna, að fá hana eins ódýra og unt er, en þá er hún og oftast að sama skapi Ijeleg. Tímakenslan, sem kölluð er ódýrust, er oft og einatt dýrust í raun og veru, þar eð námstíminn verður hennar vegna að engum notum. Og það er engin van- þörf á að vara aðkomið námsfólk í Reykja- vík við að kaupa kenslu utan skóla, nenia það hafi góð efni, gott heimili í honum, og velmentaðan ráðanaut við að styðjast. Bað, sem hjer hefir verið sagt, snertir vitanlega jafnt pilta og stúlkur, en þegar mentun kvenna er sjerstaklega til umr^ðu kemur mjer einkum kvennaskólinn í Reykjavík í hug, bæði af því að mjer er hann kunnugastur og eins af því að hin- ir kvennaskólarnir munu nokkuð líkjast honum. F*að er fullkunnugt um alt landið að frú Thora Melsteð, stofnandi kvennaskól- ans í Rvík, veitti honum forstöðu í 32 ár (1874 — 1906) með frábærum dugn- aði og samviskukemi, og hefir allra kvenna mest unnið að mentun kvenna hjer á landi, — og hitt er að verða kunugt að ungfrú Ingibjörg Bjarnason, sem tók við forstöðukonustarfinu eftir frú Th. Melsteð, hefir bæði þrek og þekk- ingu til að efla skólann, sem best, svo að hann geti fullnægt vaxar.di mentunar- löngun og nientunarþörfum kvenþjóðar- innar og fyllilega kept við suma hina skólana, sem kvenfólk er nýfarið að gang í. Húsrúm kvennaskólans er orðið oflítið en úr því verður bætt fyrir næsta haust. Kensluáhöldin sum eru ófullkomin, en úr því verður væntanlega bætt bráðlega með ofurlitlum fjárstyrk. — Hannyrða- tímarnir eru fullmargir f samanburði við hina námstímana, en það verður væntan- lega jafnað bráðlega, — Forstöðukonan getur með staðfestu og iægni töluvert bætt úr ýmsum óvit- urlegum óskum um að vera í efri bekk en námsmæriti er fær um í raun og veru. — Sumum virðist það nærri mínk- un að setjast í 1. bekk, enda þótt sá bekkur sje langhentugastur þeim, sem ekki hafa lært annað en það, sem lög- boðið hefir verið til fermingar. Stund- um koma og stúlkur í þaun bekk, sem óskiljanlegt er, hvernig prestar hafa farið að ferma; og þvi hefir sumum kunnug- um komið í hug hvort ekki væri ástæða til að koma því ákvæði í reglugjörð skól- ans, að engin kæmist í 1. bekk, sem fengi 3 eða minna fyrir rjettritun eða reikning við inntökuprófið. Oft vilja miklu fleiri komast í 3. bekk en færar eru um það eða rúm er til. - En eins og eg sagði: þessar óskir, sem oftast munu sprotnar af ókunnugleik, getur forstöðukonan lagað talsvert og hefir gjört það, enda þótt það valdi henni stundum vanda í bili. — Regar stúlk-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.