Skólablaðið - 15.10.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.10.1909, Blaðsíða 2
74 SKOLABLAÐIÐ ir, trúfræði nje siðfræði, heldur við persónuleg afskifti einstaklingsins af nátiúrunni og manninum. Pað er ekki bókalestur, sem barnið þarfnast, heldur eðlilegt starf Með því að láta barnið afla sjer þekkingar- innar af eigin ramleik með eðlilegu starfi, verður viljalífið náttúrlegt og lyndiseinkunnin heílbrigð. En til þess útheimtist þó ennþá eitt, sem er mann- inum jafn-samgróið og fjaðrirnar fugl- unum, Það er móðurmálið. Móður- málið er eins og andlegt band er tengir saman ættingja og samlanda. Málið er afkvæmi þjóðlundarinnar, spegill þjóðsálarinnar. Pað á því mik- inn þátf í því, að skapa lyndiseinkunn einstaklingsins. Petta verður að hafa i huga þegar leita skal að eðlilegu uppeldi, leita að því, sem allir bestu uppeldisfræðingar og heimspekingar hafa verið að leita að á öllum tímum: Comenius, Rousseau, Locke, Bacon, Kant, Pesta- lozzi, Frobel, Diesterweg, Beust, — allir vilja þeir eðlilegt uppeldi. Pað sjest á köryrðum þeirra og kjarnyrð- um: »Náttúra er sál«! »Ekki bækur, heldur beyki og eik«! »Til náttúr- unnar afturU »011 hugsun verður í samræmi við náttúruna*. Maðurinn er aðeins það, sem uppeldið gerir úr honum«. »011 kensla sje uppeldi:« »Alt upp- eldi sje sýnilegt (anschaulich)U »Alt uppeldi sje starf!« »Alt uppeldi sje náttúrlegt og sjereðlilegt (individ- uelt)!« - - - Nú liggur næst fyrir að spyrja: Hvað á þá að knnna? Hvernig á að skipa því niður, er kenna skal? Og hvernig á að koma því inn í vitund barnsins? Eða, í færri orðum: »Hevrn- ig á að breyta útheimi í innhéim?* (eins og höf. kemst að orði). Til þess að svara þessari spurningu í framkvæmdinni, á öll viðleitni og all- ar stofnanir: vísindi, listir ogtrúbrögð, skóli, kirkja og ríki, að leggjast á eitt, því hjer er að ræða um hið þýðingar- mesta mál, er mannkynið hefir með höndum, sem sje: uppeldi barnsins. Pá kemur loksins að merginum málsins: tilraun höf. sjálfs, tíl þessað svara þessari spurningu. Höf. leggur mikla áherslu á þetta, að maðurinn og umheimurinn, menn- ingin og náttúran eru ein heild. Pau mega því ekki sundrast þegar í huga barnsins kemur. Pekkingin á náttúr- unni og manninum verður að komaí einni heild og rjettri röð inn í huga barnsins. Pað verður að byrjaáhinu fábrotna og enda á hinu margbrotna, byrja á hinu ólífræna og fikrasigþað- an áfram til hins lífræna, byrja á hinu nálæga og enda á hinu fjarlæga. Pess vegna skipar höf. efninu þannig: íLoft jvatn Steinaríkið -Isandur Leir Isteinn /urtir Dýr Menn Lægri Æðri {Lægri lÆðri jÓsiðaðir -ÍHálfsiðaðir Siðaðir .„ . fjorðm sem reykistiarna. Alheimurmn {*,. . , ... IHiminhnettir. A fyrsta stiginu, þegar um loftið er að ræða, talar kennarinn um loftið, loft- iðútiog inni, loftið í vatninu.jörðinni jurtunum dýrunum, manninum (Eðlis- fræði). Hann útskýrir hversu nauð- synlegt hreina loftið er fyrir líkamann (Heilsufræði). Talar um vindinn,sem fyllir seglin og ilytur skipin, hreyfir mylnuvængina og snýr steinunum. Hann lætur börnin blása upp sápu- bólur, búa til flugdreka o. s. frv. Næst er að tala um vatnið, vatniðí líki lofts, lagar og íss. Um skýin, sem fljúga á vængjum vindanna yfir láð og lög og láta fallastniðurá jörð- ina, þegar minst varir. Um dropann sem holar steininn og hleypir skrið- nnni af stað. Um árnar og lækina, sem mylja fjöllin og flytja þau smám- saman niður í dali og út í sjó. Um sjóinn, sem fleytir litlu bátunum og stóru skipunum á yfirborðinu, en fel- ur ógrynnin öll af jurtum og dýrum í djúpinu. Um snjóinn, jökulinn og ísinn, sem legst eins og líkklæði yfir land og sjó — og vinnur þó í þjón- ustu lífsins (Landafræði). Pegar hjer er komið sögunni má láta barnið fara að mæla, gera greinjj armun á stóru og litlu og gera grein fyrir lögun hlutanna. Pað getur t. d. mælt vatn í ymislega löguðum glös- um, sagt hvernig þau sjeu í lögun, hvert sje stærst o. s. frv. (Stærðfræði). En jafnframt því sem kennarinn tal- ar um sandinn, leirinn og steininn,\æt- ur hann börnin rissa myndir í sand- inn, hnoða menn og dýr úr leirnum, hlaða garða, kvíar og hús úr grjótinu o. s. frv. Pá talar kennarinn um,hvernigloft- ið, vatnið og steinninn mynda í sam- einingu jurtir og dýr. Hvernig hið ófullkomna, upprunalega jurta- og dýra líf dofnar og breytist og verður æ sundurleitara og margbrotnara. (Framþróunarsaga). Hvernig frummaðurinn mannast og lærir smátt og smátt betur og betur að gera sjer áhöld, og færa sjer öfl og efni náttúrunnar í nyt. Hvernig honum lærist að byggja sjer kofa, hús, hallir, veiða og ala dýr, ogræktajurt- ir. (Menningarsaga og saga). Jafn- framt þessu sjeu börnin látin búa til ýmiskonar áhöld og rækta jurtir. En lestur og skrift ætti ekki að kennabörnunum snemma. Augað og höndin þurfa að æfast fyrst við vanda- minni vinnu, heilinn þarf að eignast margar hugmyndir, tungan þarf að hafa mörg orð á takteinum, áður en barnið fer að geta lesið og skrifað sjer til gagns og ánægju. Pá lærist líka á fáum mánuðum það sem annars þarf ár til að nema. — — — Svo sem nú hefir lauslega verið bent á, ætlast höf. til að hinar ymsu greinir renni saman í eitt, að barninu sje í hvívetna bent á það sem fagurt er, heilnæmt og gott, bæði í hinni líílausu og lifandi náttúru, bæð í lík- ama og sál. Pá vex barninu lotning fyrir náttúrunni en virðing fyrir sjálfu sjer, er það finnur að það er brot úr hinni undursamlegu heild. Hið náttúrlega uppeldi erþannigað miða að því að leiða barnið gegnum náttúruna inn íil guðs. Pví fræðin um náttúruna er fræðin um guð. Höf. er þannígíeðli sínu mjög guðrækinn mað- ur (religiös)og telur kerfi sínu til gild- is að það sje talið guðrækilegt. Nú hefi eg sagt skóðanir höf. eins og mjer virðast þær koma fram í þess- ari bók. En bókin er ekki ljóst orð- uð og má því vel vera að mjer hafi sjest yfir í smáatriðum, en aðalatriðin vona eg að sjeu hjer óbrjáluð. Ekki er ólíklegt að sumum þyki höf. nokk- uð einstrengingslegur og staðhæfinn, en vert er þó að lesa bókina, því margt er þar vel og viturlega sagt. Annars nefnir höf. tvær aðrar bækur, er hann hefir ritað um sama efni: Die natiirliche Erzichung, Grúndziige des objektiven Systems (löng og ræki- 'eg)> °S ^us dem Lebens eines freien Pádagogen, á ensku: Passages from the life of an Educational Freelance. Hann sjálfur og ymsir fleiri hafa prófaðkerfiðíframkvæmdinni. — Hon- um er Ijóst að hann er að steypaupp- gamalt brotasilfur, enda segir hann að það sje einmitt það sem hafi þurft að gera. Megin ókosturinn við kerfið er hinn mikli' útbúnaður og kostnaður sem það krefur, ef fullnægja skal öllum kröfum. En kostirnir, eru að minni hyggju, þessir: Útivist og sjálfstarf barnanna en framþróun og heild í kenslunni. Börnin kynnast aldrei náttúrunni að gagni, læra aldrei að elska hana, fyr en þau geta hlaupið, að sumarlagi, út um hvippinn og hvappinn með kennaranum, tínt grös, steina og skelj- ar skoðað kóngulóarvefinn, sjeð ána brjótast um í gljúfrinu o. s. frv. Og það veit eg fyrir víst af eigin sjón og raun, að fræðigreining og sjer- fræðingar nútímans, slíta hið eðlilega einingarband milli fræðigreinanna og fyrirgirða alla heildarsýn fyrir öllum þorra nemenda. Aðeins einstöku mönnum vex svo fiskur um hrygg síðarmeir, að þeir geta hugsað aftur saman í heild, það sem sjerfræðing- arnir tvistruðu einu sinni fyrir þeim í mola. Guðjón Baldvinsson. -IS—^QyQ/'-^^^^Sr-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.