Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 10
26 SKÓLABLAÐIÐ fyrir. — Almennan skilning og almennan áhuga á fræðslumál- um hlýtur að vanta. Hér væri þörf á leiðbeiningu og hvöt frá fræðslumálastjórninni, ef skyldan við æskulýðinn ieysir ekki hið bráðasta ónotuð öfl úr læðingi. Þörfin jöfn á þessu svæði og annarstaðar, og kraftarnrir meiri en fram eru lagðir. í austur héruðum sýslunnar, Kleyfarhreppi forna, er áhugi óefað meiri unr fræðslumál barna, eða eitt er víst, að framfarirn- ar eru þar góðar að því, er þau snertir. Tvö skólahús eru reist á þessu svæði, annað á Austur-Síðunni, en hitt í Fljótshverfinu. í þessnm hjeruðum hafa nú næstliðnu árin starfað sömu kenn- ararnir og þykja efnilegir til starfa síns. Menn leggja þar mik- ið á sig fyrir kenslumálin, en vinna víst ekki fyrir gíg. Flest eða alt kent þar, sem lög gera ráð fyrir. Oóðar framfarir á örfáum árum! — Eg hefi nú minst á örfá atriði úr fræðslumála- sögu þessarar sýslu. Anægja er mér að geta með sanni sagt, að áhugi er yfirleitt að vaxa á því, að efla andlegt atgerfi æsk- unnar. — Óskandi væri að neistarnir, sem nú eru tendraðir, verði að björtu báli, er dreifði geislum sínum yfir lýð og láð og veiti hinum ungu frjóöngum líf og ljós í framtíðinni. — Hr. ritstj. Skólabl.! Gjörið svo vel að veita ofanrituðum lín- um rúm í blaði yðar. _______ Skaftfellingur. Eeikning'iir. Eftir því sem fræðslumálum vorum hofur þokað áfram, hefur og þörfin, fyrir að fá góðar kenslubækur aukist. A seinni árum hafa komið út kenslubækur í flestum náms- greinum þeim, sem nú er lögskipað að börn læri. I engri náms- grein munu þó hafa komiö út jafnmargar kenslubækur og í reikningi. Stst er það lastandi. Engin námsgrein hefur eins mikla praktiska þýðingu fyrir lífið og reikningur. Þarf alþýða því að hafa aðgengilegar bækur í þeirri grein, t:l þess að geta numið nauðsynlegustu undirstöðuatriðin. Við höfum nú að minsta kosti fjórar allaðgengilegar alþýðu- bækur í þessari námsgrein. Og þótt ýnúslegt megi finna að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.