Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 12
28 SKOLABLAÐIÐ Málefnisins vegna vona eg að Skólablaðið Ijái h'num þessum rúm, ef verða mætti að þær flýttu fyrir útgáfu þessarar bókar. x. + y. Úr bréfi frá St. H. Eg starfa í kyrþey á litlu sviði og læt jafnan þar við lenda. En það er þó ekki nóg. Astandið í landinu á síðustu árum, æsingarnar og flokka- drátturinn hafa gefið mér ærið umhugsunarefni um framtíð ungu kynslóðarinnar. Eg sé það æ betur eftir því sem eg hugsa meira um afleiðingar þessarar óstjórnaröldu, að hún brýtur margan bátinn í spón í útróðri, ef sundin eru ekki gerð öruggari og sundmerkin endurnýjuð. Kynslóðin, sem riú ræður lögum og Iofum í landinu, er að minni hyggju slæm leiðarstjarna fyrir þá næstu. En það treysta margir á nrentunina, vona að hún verði vegvísir hinna ungu. Það vona eg líka að hún hjálpi til þess. En aldrei hygg eg að þekkingin verði fær um, að koma oss úr álögum þeirrar þrætugirni og tortryggni, sem nú kyndir undir ósamkomulaginu innbyrðis. En eg trúi því fastlega að hjartalagið ásamt heilbrigðri hugsun er styðst við þekkingu, fái leyst oss úr þeim. Oss vantar trú og kœrleika. Það er æskilegt að vér geymum tungumál vort tim ókoninar aldir, »ástkæra ylhýra málið« og fágum hvern blett af því, en hitt er æskilegra að vér lærðum sem fyrst að tala sanreiginlegt hjartans mál, hreint og fagurt og týndum því aldrei. Tunga vor auðgast mest þessi árin að sær- andi bituryrðum. Það eru stóru orðin sem nú væri mest þörf að stryka yfir. Það eru svörtu blettirnir á tungu þjóðarinnar. Og þá bletti máum vér aidrei af með öðru en hreinu sam- eiginlegu hjartans máli, máli kærleikans, máli trúarinnar. Það er kristindómurinn, orð hans og andi sem vér þurfum að veita inn í hjörtu æskunnar. Hann getur sameinað alla þjóðina á einum mannsaldri! Hann er iðunnareplið, sem getur yngt upp hjartans mál þjóðarinnar og hreinsað tungumál hennar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.