Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 14
30 SKÓLABLAÐIÐ íþróttin er að breiðast út með stöðugri sundkenslu. En ekkert er svo gott, að ekki megi misbrúka það. Guðjón Sigurðsson hefur lagt góðan skerf til glæðingar á sundáhuga, er hanr*. gaf Orettisbikarinn. Og allmiklir sund- garpar eru þeir Grettisinenn þegar orðnir. Þetta er í alla staði þakklætisvert og lofsvert. En maður horfir varla á nýárssundið með óblandinni ánægju, þegar 3 stiga frost er í lofti og 2 stiga hiti í sjónum. Svo vel má að vísu venja líkamann við kulda, að sund í 2 stiga hita verði honum að góðu; en fæstir eiga kost á því að temja sér sund svo sem þörf er á til þess. Fyrir hina verður það hœttuspil. Við lifum á »sport-«öld, og frækn- leiki í sporti er að komast í hávegu. En þá er að varast öfg- arnar, sem geta Ieitt til þess, að tjón hljótist af, án þess að nokkuð verulegt sé unnið Að ákveða sunddaginn einmitt nýársdag, virðist ekki geta haft annan tilgang en þann, að gera þetta kappsund að því meira sporti. En af því mun og það leiða, að aldrei taka nema ör- fáir þátt í kappleiknum. Mundi ekki hinutn lofsverða tilgangi betur náð með því að hverfa frá því ákvæði, og halda kappsundið á sumardegi? Sami sundfræknleikur ætti að vinnast með því móti, og aflaust tækju langt um fleiri þátt í sundinu. En það er ávinningur frá sjónarmiði góðrar sundkunnáttu og almennrar sundleikni, sem ætti að vera aðalatríðið; miklu meira virði en hitt, hver eða hverjir þola best kulda. Mynd af landshöfðingjafrú Ólúfu Finsen afhentu konur í forstöðunefnd kvennaskólans í Reykjavík h. 9. f. m. kvennask.; myndin er gjöf til skólans frá nokkrum mönnum og konnm (32) í Reykjavík, stór Ijósmynd í prýðilegum ramma, og er í rammann greiptur silfur skjöldur með þessari áletrun: Gjöf til kvennaskólans í Reykjavík til mlnningar um landshöfðingjafrú Ólúfu Finsen með þökk fyrir starf hennar að stofnun skólans. En hvenær kemur mynd af Hilmari Finsen, landshöfðingja, í alþingissalinn?

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.