Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ 27 sumum þeirra, þá er úr svo miklu að velja, að engin ástæða er til umkvörtunar, það sem þær ná. i fræðslulögunum frá 1907 er skipað svo fyrir, að kenna skuli hörnum hið einfaldasta í flatamáli og rúmmáli í þeim reikningi er ekki til nema ein bók, sem sé: Flata- málsfræði og þykkvamálsfræði eftir Halldór Bríem. Reyndar mun hafa verið eitthvað af einföldustu reglum flatamáls og rúmmáls- fræðinnar í fyrstu útg. af síðari parti reikningsbókar eftir E. Briem, en sú bók er í fárra höndum og orðin ófáanleg. Þó nú að Flatamáls og þykkvamálsfræði eftir H. Briem sé að mörgu leyti ágæt bók, verður hún þó tæpast notuð við barnakenslu. Mjög vafasamt tel eg líka, að allir þeir, er við barnakenslu fást, séu færir um að nota hana, en það verða þeir þó að gjöra að minsta kosti að einhverju ieyti, eigi ekki að ganga fram hjá þessu ákvæði fræðslulaganna, en það tel eg mjög illa farið. Vel má vera að einhverjum virðist þessi dómur minn um barnakennara ekki rjettur. Við nánari athugun tnunu menn þó sjá, að hann er eðli- legur. Tökum t. d. sveitakennarana. I sveitunnm verður sami kennarinn að kenna allar lögskipaðar námsgreinir, og þó lítið sé kent í hverri, munu þeir þó fáir vera kennararnir, sem kenna þær allar jafnvel, og reikningur er sjerstaklega sú námsgrein, sem ekki er hvers manns meðfæri að úbskýra fyrir börnurn, svo vel sé. Kenslutími sveitakennara er líka mjög takmarkaður, verða þeir því að byggja kenslu sína meira á bókum en kenn- arar við fasta skóla, sem starfa allan veturinn. Eg vildi með þessum orðum benda á að full þörf sé á nýrri og handhægri kenslubók í flatamáls og rúmmálsfræði, og þó eg hafi aðallega tekið fram nauðsyn hennar fyrir sveitakennara veit eg að hún verður kærkomin öllum þeim, er kenna börnum, reikning. Ekki ætla eg mér, að gefa neinar reglur fyrir samningi þessarar bókar. Vona að sá, seni tekur hana sainan, ve'rði verk- inu vaxinn. En sérstaklega verður að gæta þess að sníða hana við barnahœfi, en þó svo, að á henni verði nokkurnveginn hæg- lega bygð frekari kensla í námsgrein þessari.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.