Skólablaðið - 01.03.1912, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.03.1912, Blaðsíða 2
34 SKÓLABLAÐIÐ dæmi. — Sögur þær sumar, er íslenskaðar hafa verið á síðari árum, hljóta alþjóðarlof að maklegleikum, t. d. Ben Húr, Quo vadis, sögur Björnssons, og enda Oliver Tvist, minsta kosti er efnið góðra gjalda vert. Þær hinar mestu af verri sögunum ska! þá telja, - öll virð- ing mun þar ganga niður á við; byrja eg þá á sögum þeim, er fylgt hafa »Lögberg« og '>HeimskringIu«; nefni eg myndarbók- ina(!) »Þokulýðinn«, sem eina þá mestu af þessum flokki. Við þessa röð bóka má bæta sögum nokkurum, er prentaðar hafa verið hér að undanförnu; nefni jeg aðeins »Kynlegan þjóf« af sögum þessum. Vil biðja alla menn, sem þjóðlegum mentum unna, að læsa vel, svo hinn »Kynlegi þjófurinn« komist eigi að ti! að spilla tilfinningu fyrir óðalsarfi vorum, tungunni dýrmætu. Kaupið og heldur ekki »Þoku«bókmentir vestan um haf; nógar þokuýkjur hafa þaðan komið, —- og orðið landi voru fulldýrar, þó bóka- rusl þaðan verði nú eigi líka til að kæfa réttan nýþroska í bók- mentalegu tilliti hér heima. — Menn þekkjast vel á því, hvað þeir velja handa þjóð sinni, þegar þeir ráðast f bókaútgáfu. Reynum nú góðir íslendingar að meta að verðleikum tillög þeirra iil þjóðþrifa vorra. 4. Fræðibækur. Fræðibækur eru eigi margar. En góðar flestar þeirra, of lítið lesnar af alþýðu, enda eru bækur þessar svo dýrar, að það er varla á færi Iítt efna búinna einstaklinga að kaupa þær. Les- félög gætu hjálpað til að ná í þessar bækur, en því miður munu þau ekki vera til í mörgum sveitum, síst að í nokkru Iagi sé. Bækur Ágústs Bjarnasonar, Jóns sagnfræðings og margar ágætar skólabækur, t. d. saga Páls, — allar alt of iítið lesnar. Um fram alt þarf hjá æskunni að efla heilbrigða þekkingarhvöt í tíma. Öll vísindarit, sem áreiðanleg eru, ætti alþýða að leggja kapp á að kynna sér. Ljóssækinn andi þráir jafnan háleitustu sannindin. Og það er heldur of lítið af ræðunum og ritunum, heldur en of mikið, sem beinir hug vorum hátt, frá hversdags- htinu, sem oft leitar lágt til að fá saddan magann, — að ný rit,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.