Skólablaðið - 01.03.1912, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.03.1912, Blaðsíða 8
40 SKOLABLAÐIÐ Bíó. Reykvíkingar íiafa einhvernveginn komið sér saman um, að kaila kvikmynda-sýningarnar hér í bænum »Bíó«. Aðsóknin að Bíó er alt af mikil, og svo er sagt að margt gott hafi verið sýnt þar í vetur til fróðleiks og skemtunar. En í slíkum sýnirigum flýtur éinatt ýmislegt það með, sem enginn hefur gagn af, og fáir gaman. Það er vandi að velja vel myndir til sýninga, og ýmsir erfiðleikar á að fá þær myndir, sem ná tilganginurn »að fræða og skemta«. — Það er því engan veginn víst að þeim peningum sé ávalt vel varið, sem varið er til þess að fara í Bíó. Sérsfaklega má það vera umhugsunarefni, hvort börn á hálfgerðum óvitaaldri hafi gott af öllum komum sínum þangað. Foreldrar ættu að vera varkárir að leyfa börnum sínunr að taka þátt í þessari skemtun; hún er ódýr og freistandi. Þaö ætti að vera sjálfsögð regla að foreldrar vissu ávalt hvað væri sýnt þau kvöldin, sem þeir leyfa börnum sínum að fara. Þess var einhverntima getið hér í blaðinu að Svíar notuðu sín Bíó beinlínis til barnakenslu; með þvi að sýna landslags- myndir — myndir af fjöllum og dölum, fossum og merkum stöðum bæði heima fyrir og annarstaðar, og myndir af borgum og legu þeirra, o. s. frv., væri börnunum ágætlega skemt, og kennurunum gefið gott tækifæri til að tala um þetta við þau. Eins er um ýmislegt í náttúrufræöinni, um atvinnurekstur og líf ýmsra þjóða og þjóðflokka; alt má þetta sýna með mjög náttúrlegum kvikmyndum. Kennari fer með barnahópnum í Bíó, og það kveld er þar varla nokkur tnaður fuliorðinn. En Svíar gera meira. Þeir hafa komið þar á ströngu eftírliti með þvi, hvað börnum er sýnt, og komið því til leiðar, að ýmsar myndir, sem sýndar eru, má alls ekki sýna börnum. Þetta bann er framkvæmt nteð þeim hætti, að börnum innan 15 ára er bannað með öllu að fara í Bíó, nema þegar barnasýn- ingar eru. f Danmörku er nú hreyfing í söntu átt. Maður er kjörinn til þess að hafa þetta eftirlit — oftast skólakennari.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.