Skólablaðið - 01.07.1912, Page 2

Skólablaðið - 01.07.1912, Page 2
98 SKOLABLAÐIÐ anna sjálfra, því að eigi er mjög mikill vandi að koma sér upp plöntusafni. En það getur Iíka stafað af því, að mönnum kunni að ganga illa að nafngreina plönturnar sjálfum, og hafi þá ekki til annara að flýja. Væri því mjög sanngjarnt að mínu áliti, að yfirstjórn kennslumálanna semdi við grasafræðingana Stefán Stefánsson skólameistara á Akureyri og dr. Helga Jónsson í Reykjavík um að nafngreina plöntusöfn fyrir kennara. En fyrir það ætti Iandsjóður að greiða þeim hæfilega borgun. Eg lít svo á, að kennaranna sé að safna og fergja plöntur lianda skóluntmi sínum, en Iandsjóðs sé að borga »hina vísindalegu hjálp». Eg vil nota tækiíærið til að minna stéttarsystkin mín á, að safna plöntum þegar í sumar, og þótt þeim ef til vill gangi illa að nafngreina þær sjálfum, þá verður ætíð einhver til að hjálpa þeim, sem hjálpar sér sjálfur. Annars ætti ekki að þurfa að minna á þetta, því menn muaa að líkindum eftir stríðinu í vetur, þegar þeir voru að troða . grasafræðinni í blessuð litlu börnin í skammdegishríðunum og höfðu enga plöntu til að sýna þeim, — hvorki lifandi né þurkaða ? Fýsir kennarastéttina að endurtaka þau Hjaðningavíg? Þá kem eg að dýrafræðinni. Þar stendur öðruvísi á. Að troða upp fuglahami og sitja þá upp er allmikill vandi. Sömu- leiðis að tengja saman beingrindur og taka ýms dýrafræðisleg »præparöt«. Til þess þarf Ieiðbeiningu eða kenslu. En enginn efi er á því, að með góðri tilsögn yrðu kennarar eigi mjög lengi að læra það. Og ef þeir kunna það, þá efast eg eigi heldur um, að margir þeirra myndu vera fúsir til að vinna að því, að koma upp ofurlitlu dýrafræðis safni við skólann sinn. Eða hví skyldi sláttumaðuriun ekki hafa manndóm í sér til að brýna ljáinn, ef hann bítur ekki? Hér stendur á öðru, og úr því verður hið opinbera að bæta: Enginn maður mér vitanlega, er til í landinu, sem fær sé um að kenna þetta. — Landsjóður ætti að veita einum kennara styrk til að læra það, — til að læra að setja upp fugla, tengja saman beinagrindur o. s. frv. — Síðan ætti sá kennari að kenna öðrum það, að minsta kosti á vOrnáms- skeiði Kennaraskólans. Sömuleiðis ætti styrkþeginn að kynna sér fyrirkoinulag slíkra safna erlendis og láta hérlendum kenn- urum allar leiðbeiningar þar að lútandi í té —

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.