Skólablaðið - 01.07.1912, Síða 8

Skólablaðið - 01.07.1912, Síða 8
104 SKOLABLAÐIÐ drýgst. Við 2. og 3. hefti er það athugavert, að allmörg dæmi í þeim eru ekki nógu Ijós, of erfið dæmi innan um. Þau hefti ættu 10—12 ára börn að læra, en yfirleitt er hugsunin hjá börnum á því reki ekki orðin nógu skörp til þess að geta brotið til mergjar þyngstu dæmin í þeim heftum. Eg veit, að höf. er góður reikningskennari, en mér finst nokkur dæmi í þessum heftum benda á, að hann hafi meira kent unglingum en börn- um á þessu reki. Þessu til styrktar skal eg nefna í 2. h. dæmi i 13—117, dæmi 135 og 136 og fleiri af þeim dæmum og svo síðustu dæmin. Annars álít eg óheppilegt, að í 2. h. séu dæmi, tem vísa til undanfarandi dæma, það verður of erfitt og í þessu hefti er alt of mikið af þeirn. Þótt slikt ætti minna að gera til í 3. liefti, þá er þó þar of mikið af því líka. Þar eru einn- ig til of þung dæmi, einkum framan til. Bendi eg þar aðeins á bls. 14, dæmi 61. Þá er 4. heftið. Það þykir mér best, enda mun það mega heita ágætt, skýringar allar eru mjög góðar, Ijóst og lipurt sagðar og er auðfundið, að höf. er leikinn í að kenna brot. Eg kann þar illa við einstöku orð, en kemur sjálfsagt af því, að eg hef notað önnur. Illa kann eg við — samniargfeldi —, eg kalla það nú samnefnara, en gott orð vantar. — Launbrot — skil eg ekki, betra að halda gamla heitinu, þótt óliðlegt sé. (Orðið — laun- brot — hef eg annars séð í gamalii reikningsbók frá 1780). I skýringu á bls. 53 »— og verða svo jafnmargir tugstafir í hluttölu og deilistofni —« má alveg sleppa. Tugstafirnir í hlut- tölu geta orðið svo margir, sem við viljum. Prentvillur, — sent lítið er af —, tíni eg ekki upp, en i 2. hefti bls. 25, dænti 135 stendur — síðar — á að vera fyr, í 3. hefti bls. 18 d. 118 stendur—ferhyrningur — á að vera rétthyrningur. Þá notar höf. — lána — í stað — fá til láns — og misstærðarmerki í stað hornmerkis. í 4. liefti, dæmi 95, og 96, bls. 57, ætti að taka fram, á hvaða vog ætti að vega og jafnframt gefa skýringu á því. Þá tel eg það góðan kost við bókina, að ýmsum fróðleiks- moluin er stráð nnan um hana, eu ekkert hefði gert til, þótt kennarar t. d. í formála bókarinnar, hefðu verið nrmir á að nota þá sem best og auka þá með kenslunni. Uppdiáttur íslands er

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.