Skólablaðið - 01.07.1912, Page 11

Skólablaðið - 01.07.1912, Page 11
SKOLABLAÐIÐ 107 2. Fræðslunefndin á að snúa sér til sýslumanns og krefjast þess, að hann skipi hreppsnefndinni að greiða féð. 3. Já. 4. Sá kennari, sem ráðinn er af fræðslunefndinni, á að prófa; ef honum er ekki til að dreifa, þá prófar sá maður, sem fræðslunefnd kýs til þess (16. gr. fræðslulaganna). Aðrir hafa ekki leyfi til að prófa án leyfis fræðslunefndar. 5. Nei; en sá, sem notað hefur skólann, er skyldur til að taka tiltölulegan þátt í skólakostnaðinum. * * * 1. 14 ára barn kemur til prófs (fullnaðarprófs). Það hefur ekkert lært í náttúrufræði og ekkert í brotareikningi, en stendur sig annars sæmilega, svoað það gæti náð 4 í aðaleinkunn, þó dregið væri frá fyrir vöntun í reikningi og deilt með tölu allra námsgreina. — Oetur prófdómari leyft. að barnið sé sett á fullnaðarprófsskýrslu og því slept við frekari kröfur? 2. 13 ára barn óskar fullnaðarprófs og hefur fengið fermingar- leyfi. Það hefur ekki lærl eins mikið t. d. í reikningi og fræðslulögin heimta, en er vel til þess fært. — Það svarar að öðru leyti vel til fullnaðarprófskrafa. — Má sleppa því við að uppfylla kröfurnar alveg? 3. Barn er fermt, en hefur eigi lokið fullnaðarprófi. Er ástæða til að prófa það á ný í kristnum fræðum? — Ef svo er ekki gert, á þá að hafa þann dálk auðan, eða taka einkunnina í kristnu fræðum frá næsta prófi á undan (fermingarárinu)? 4. Er eigi ástæða til að sleppa skilningsdaufum börnum við að uppfylla fylstu kröfur í þekkingu á brotareikningi, þegar líkur eru litlar fyrir því, að það kæmi að gagni, þó þessu væri bætt við. 5. Er hægt að vísa barni frá fullnaðarprófi, þó það sé t, d. svo slæmt í réttritun, að eigi sé hægt að segía að það skrifi »stórlýtalaust«, þegar það gerir annars svo góða frammistöðu, að það þolir vel að einkunn í þessari grein verði lág? Prófdómari. Svör. 1. Nei. 2. Nei. 3. Þarf ekki að taka próf í kristnum fræðum, 4. Ekki nema því að eins að skólanefnd eða fræðslu-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.