Skólablaðið - 01.09.1912, Page 15

Skólablaðið - 01.09.1912, Page 15
SKOLABLAÐIÐ 143 Með þessari kortabók höfum vér ekki einungis fengið hina fyrstu íslensku kortabók til afnota við kenslu í Iandafræði,heldur og betur úr garði gerða kortabók að öðru leyti, heldur en vér höfum áður átt við að búa. Um leið og vér bendum kennurum og aðstandendum barna á þessa nýju og góðu bók, viljum vér minnast á einn misskiln- ing, sem víða verður enn vart. Hann er sá, að börn og aðrir nemendur þurfi ekki að eiga landkortabók; það sé nóg að eiga landafræðis-bók og »læra hana undir kenslustundirnar«, og átta sig svo á kortinu hjá kennaranum í kenslustundunum. Þetta er mikill misskilningur. Kennarinn verður að heimta, að öll börn, sem læra landafræði, eigi landkortabókina Skyldi annarshvors án vera: landkortabókarinnar eða kenslubókarinnar í landafræði, þá er betra að barnið sé bókarlaust en kortalaust. Og aðstand- endur barna verða að ganga eftir því, að þau noti vel Iandkortin við undirbúningsnámið undir hverja kenslustund. Undir því er komið, að þau læri nokkuð í landafræði. Leiðrétting, f seinasta tölublaði, í greininni »Biblíumyndir með litum«, hefur misprentast á einum stað: 72 myndum, fyrir 12 myndum. Setn- ingin verður þá rétt svona: Stærri myndirnar eru 65x92 sm. á stærð, verð á ársfjórðungnum, 12 myndum, 75 cent, eða 2 kr. 80 a. Þeir sem vilja panta þessar ágætu myndir, gjöri svo vel að athuga þetta. Verðið er afar lágt samt, þó að myndirnar séu 12 en ekki 72. Kensla í reikningi, ensku ogdönsku. Kennari, sem er vel fær í þessum greinum, býður kenslu í þeim fyrir væga borgun. Menn snúi sér til ritstjóra »Skóla- blaðsins«. í Beruneshrepp. Laun samkvæmt fræðslulögunum. Um- sóknir séu komnar til fræðslunefndar fyrir 1. okt.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.