Skólablaðið - 01.06.1913, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.06.1913, Blaðsíða 6
86 SKOLABl.AÐIÐ er tugareikningur var tekinn upp við verslunarvog, að pá komu orðin kvint og nrt um hundraðasta og þúsundasta part úr pundi. Eins hefði vel mátt taka upp frakkneska tugakerfið án þess að binda sig við útlendu heitín, sem flest eru of löng og óþjál í munni, og geta aldrei orðið liðleg né íslenskuleg, nema þeim sé breytt til mikilla muna, og verði þá að meira eða minna leyti óþekkjanleg fyrir útlendinga. En jafnframt hefði mátt halda alþjóðlegu skammstöfununum vegna viðskiftanna við útlönd (sbr. ensku skammstafanirnar d. fyrir penny og L. (St.) tyr- ir pund (Sterlinga), en nú hafa margir hér á landi aðrar skamm- stafanir (mtr. í stað m., gr. í stað g., srn.. í stað cm.). Það er mjög eðlilegt, að erfitt sé að koma börnum í skiln- ing um útlendu tugamálsheitin, enda sýnist það hreinasti óþarfi, að hafa þau öll í takinu. Mörg þeirra eru mjög sjaldhöfð í daglegu viðskiftalífi, eins og Jón Þorláksson landsverkfræðingur tók fram í fyrra vetur, og væri víst nóg að kenna skólabörnum heiti og gildi hinna algengustu stærða i tugakeríinu. Hvað þurfa börn að sýsla með minni þunga en g. (»gramm« eða met) d: fimtung úr kvinti o. s. frv.? En heiti þau er algengust eru, að eins tíu að tölu1), ætti þeim engin vorkun að vera að nema og það er enginn efi á því, að »tugamá!sheiti stjórnarinnar« yrði íslenskum börnum fljótt tungutöm, eins og Kl. J. kannast líka við. Hann notar jafnvel sjálfur í grein sinni stikuna, en þau heiti, sem hann finnur að vegna þess, að þau hafa aðra óákveðna merkingu í niáhnu, eru einrnitt meðal þeirra, sem engin þörf er að kenna ungum börnum, að fráteknu heitinu rönd, og hefði þar víst verið betra strík (sbr. »lína« í álnavörumálinu). Mætti líka greina slík orð við kensluna frá óákveðnum stærðum með því að bæta »mál-« (máls-) eða »mæli « framan við þau (málspölur, mælirönd o. s. frv,, sbr. málband, málfaðmur, málsskjóla), og þyrfti víst enginn kennari að komast í vandræði með að kenna þessi fáu heiti, sem oftast þarf á að halda, og það jafnvel ekki þótt búið væri áður að kenna þeim samsvarandi útlendu heitin. ') Þau eru: stika (ni.) reitur (a.) mælir (I,) met (g.) röst (kni.) teigur (ha,) ker (hl.) vog (kg.) skor (cm.) rönd (mm.)

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.