Skólablaðið - 01.06.1913, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐID
93
Skólarnir á Islandi ætta að innleiða tannburstunarœfingar,
eins og skðlar á Englandi, Pýskalandi og í Ameríku hafa gert.
Framfarahreyfingin verður að koma frá skólunum.
Kennaraspjall.
Eftir Héðinn.
IV. Barnarit.
A síðasta vorfundi liins íslenska kennarafélags var rætt
um útgáfu barnarita og nefnd kosin í málið. Frá þessu er
skýrt í Skólablaðinu. En síðan hefi eg ekkert séð né heyrt
um það. Það er gamla sagan: Við þegjum allt í hel, íslensku
kennararnir. Það er svo sem auðvitað, að þeir menn, sem
þetta mál báru fram á fundinum, hafa átt von á því, að ein-
hver þeirra kennara, sem eigi voru þar, myndi láta til sín
heyra um það mál í Skólabiaðinu, en það hefur eigi verið
gjört hingað til. Mér er farið að blöskra þessi eilít'a þögn;
því rýf eg hana, og er eg þó illa fær til að rita um þetta
tnál. Eg er ókunnugur því, hvernig umræður féllu á fund-
inum, og hvernig menn hugsuðu sér fyrirkomulagið. Hins-
vegar er útgáfa barnarita sjá/fkjörið áhugamál kennarastéttarinnar,
að því er eg fæ best séð, ef hún vill annars taka nokkurt
mál að sér og fylgja því til framkvæmda. Vilja nú ekki
þeir menn eða sá maður, sém upptökin átti að málinu á
fundinum, skrifa ritgjörð um hugmynd sína og setja fram
tillögur sínar? Ske mætti, að það yrði til gagns.— Eg hefi
þá trú, að innan kennarastéttarinnar séu þó nokkrir kraftar,
til þess að rita þessar barnabækur, — bara ef viljann skort-
ir ekki. Líklega verður erfiðast að fá útgefndur að ritunum.
En getur þá ekki kennarastéttin eða nokkrir menn í henni
gefið þau út? Líkur virðast til þess að útgáfan bæri sig
sæmilega eftir atvikum, því að þörfin er brýn. Það játa
sjálfsagt allir kennarar og margir foreldrar. — Hafi því unp-