Skólablaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 4
4 SKOLABLAÐIÐ því sem áður var, að nú kynnast nemendur skólans ritum eftir Shakespeare, Dickens, Macaulay, Byron, Goethe, Schiller og marga fleiri heimsfræga höfunda, er fæstir okkar eldri stúdenta þektum, ef ekki var getið um þá í mannkynssög- unni. Auðvitað er nokkur latínu-kunnátta nauðsynleg hverj- um manni, er mentaður vill kallast. Hann þarf að geta lesið latínu og þekkja nægilega mörg latnesk orð til að geta gert sér grein fyrir uppruna og upphaflegri merkingu þeirra orða í nýju málunum, er úr latínu eru komin; því allflestum orð- um er svo varið að þau verða ekki skilin til fullnustu nema menn þekki sögu þeirra. En ítarleg þekking á latneskri málfræði er okkur algeriega ónauðsynleg. og til þessa fá nemendur næga latínu-kenslu í skólanum, þar sem hún er kend í 3 ár, 7 stundir á viku fyrsta árið, og 6 stundir tvö síðari árin. Sú breyting, sem gerð var með reglugerðinni nýju, að taka upp nýju málín sem aðalnámsgreinir í stað gömlu mál- anna, var því sjálfsögð. Hitt var ekki jafn sjálfsagt, að leggja algerlega niður þá kensluaðferð, sem fylgt hafði verið við málakenslu. Kensluaðferðinni verður auðvitað að haga eftir kröfum reglugerðarinnar. Og með því fyrirkomulagi sem nú er, samkvæmt kröfum reglugerðarinnar, á kenslunni í ensku, aðalnámsgrein skólans, verður árangurinn af náminu alls ekki eins mikill og góður og verið gæti með heppilegra fyrirkomulagi. það blaðsíðutal sem nemendunum er ætlað að fara yfir er svo mikið, að ekki verður yfir það komist nema á hálfgerðu hundavaði. Ennfremur Ieggur reglugerð- in of mikla áherslu á að nemendur læri að tala málið. Enska er nú kend í öllum bekkjum skólans, 5 stundir á viku í hverjum bekk. Sjálfsagt er að verja þrem fyrstu árunum (,,gagnfræðadeildarárunum“) til þess eingöngu, að kenna nemendum að tala og rita málið svo langt sem komist verð- ur, með þeim einum skýringum á bygging málsins, sem ekki verður hjá komist til að ná þeim tilgangi. En í efri deild skólans ætti að verja öllum tímanum til bókmenta- lesturs, ítarlegra skýringa á allri bygging málsins, uppruna einstakra orða og orðatiltækja, en sleppa talæfingum. Reynsl-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.