Skólablaðið - 01.01.1914, Síða 5

Skólablaðið - 01.01.1914, Síða 5
SKÓLABLAÐIÐ 5 an hefur sýnt að í skóla verður aldrei kent til hlítar að tala útlend mál, ekki síst þar sem mörg mál eru kend samtímis; þau spilla hvert fyrir öðru. Ýmsaraðrar ástæðureru til þess, en of langt yrði að skýra þær. Skólinn verður að láta sér nægja að gefa nemendunum góðan grundvöll, er þeir geti bygt á víðtækari leikni síðarmeir, ef á þarf að halda. En þeir eru ekki ýkja margir, sem á því þurfa að halda að geta talað útlend mál, Enn er það og ekki síst, að engin veruleg mentun er í því fólgin. Miklu mikílsverðara er það, að nemendur læri sem best að hagnýta sér rétdlega bókmentir útlendra þjóða, lesa þær með nákvæmni og glöggum skiln- ingi. Á þá hlið málakenslunnar á að leggja aðaláherlsuna í almennum mentaskóla. Böái'. Krisijánsson. H!jómbæ-tir. ____ Frli Reykjavík 19. október 1913. Kæri landlæknir! Eg bið yður að fyrirgefa, hve lengi hefur dregist að senda handritið aftur, en það er af því, að mig langaði til að átta mig ofurlítið á þessu framburðarmáli. Eg hef aldrei hugsað um það fyr, þó skömm sé frá að segja. Og hverjum ætti þó að vera það mál sjálfsagðara umhugsunarefni en okkur, sem erum að fást við söng og söngkenslu? En það hefur verið hljótt urn það fram að þessu. Jú, framburð á i og u, e og ö hafa menn talað um, en það er alt og sumt. Það er m ir orðið alveg ijóst, að sú íramburðarbreyting, sem þér stefnið að, er til stórmikilla bóta. Og það er að minsta kosti alveg áreiöaniegt, að ef hún kæmist á, þá yrði íslenskan hið ákjósanlegasta söngmál. Hvort það væri t. d. ekki hagur í því fyrir söngmenn, að losna við ddl eða ddn, eða annað af því dóti, sem keflar|þá f söngnum ! Eða j, — kjyrkingshljóð úr kisubarka . . . Það keinur ekki alténd jafnvel niður j eins og í þessu orði !

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.