Skólablaðið - 01.01.1914, Síða 6

Skólablaðið - 01.01.1914, Síða 6
6 SKÓLABLAÐIÐ En eg er smeikari við hitt, að það verði í meira lagi erfitt að koma umbótunum á, ef Iangt á að fara. Eg er hræddur um, að vanafestan verði hér illur þrándur í götu. Eg kom á stúd- entafund nýlega. Það var verið að tala um stafsetningu — auð- vitað. Ágúst Bjarnason fann þó að lestri, framburði ýtnsra orða og sagði frá, hvernig betur mætti fara. Og hanti fór tvímælalaust með rétt mál í flestu. En þingheimur hristi höfuðið og hló að »ofurmagni heimskunnar®, og mest hlógu auðvitað þeir skinn- bókalærðustu. Þeir vildu ekki heyra, að hægt væri að breyta eða bæta framburð orða —, baddn væri t. d. »réttur« fram- burður. Takið þér eftir þessu: »réttur« framburður.« Sama þvælan, réttritun, réttur framburður! Þessir menn verða ófáan- legir til að tala um hitt, hvað sé fagur framburður eða fari vel í munni. En svo þarf að gæta þess, að málið missi einskis í af því, sem eftirsjón væri að, — sérkennileik t. d., ef miklu og mörgu er breytt. En það og annað hafið þér nú sjálfsagt »tekið með í reikninginn«. Kær kveðja, Yðar Sigfús Einarsson. Kæri vinur! Reykjavík, 22. júní 1913. Eg bið þig fyrst og fremst að fyrirgefa, hve afarlengi hljóm- bótatillögur þínar hafa legið hjá mér án þess að eg hafi svarað. En það er meðfram af því, að eg vildi gjarnan hafa hugsað meira um þetta en eg hef gert. Fyrir mörgum árum var eg oft að velta fyrir mér líkum viðfangsefnum, en hef á síðari ár- urn alveg hætt því. Mér finst enginn efi geta á því leikið, að framburðarkensla væri æskileg í skólunum, og á hinu ekki heldur, að margar af þeim breytingum, sem þú talar um, irn'ða til þess að fegra málið, og ættu því að komast á. Um dæmin: nafn, aflagi, segl regn, sagði, fjall, seinna, barn, langur, lengi, söngur, og öll önnur slík orð, sýnist mér, að það væri bót, að fá framburðinum

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.