Skólablaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.01.1914, Blaðsíða 7
SKÖLABLAÐIÐ 7 breytt og hann færðan í það horf, sem við hyggjum, eftir rit- hættinum á fornum bókum, að hann hafi haft. Annars vil eg ekki leggja þann ófrávíkjanlegan grundvöll, að fara eingöngu eftir því um framburðinn, sem menn hyggja að verið hafi til forna. Það er fegurð málsins, sem mér virðist mestu eiga að ráða. Jeg get varla hugsað mér, að málið hafi yfirleitt verið hljómfegurra í fornöld en nú. ÖIl ræktun þess í riti, kveðskap og söng, hlýtur að hafa haft fegrandi áhrif á hljóm þess, auk þess sem hún hefur auðgað það. Um dæmið »sagði* er það að segja, að á Austfjörðum er enn eða var, þegar eg var að alast upp, ætíð sagt »sagði«, en ekki »saggði«, Vestfirðingar segja enn »Iangur«, »söngur« o. s. frv. Linur framburður á tvöföldu I-i er og til enn í mörg- um orðum, t. d. »mylla«, »PalIi«, »Elliði o. s. frv. Aftur á móti hef eg ekki heyrt réttan framburð, eða samkvæman tillögu þinni, á orðunum: nafn, aflagi, segl, regn1), seinnar barn. Uni dæmin hjá þjer: »ást«, »miklu«, finn eg ekki, að þar þurfi leiðrjettinga. Sama er að segja um gæti, bagi, dragi, segja. Mér er ekki ljóst, að þar þurfi að breyta. Mér finst framburðurinn ekki verða fallegri á þeim orðum við það, að þræða hljóð hvers stafs nákvæmlega. Framburðarkensla og stafsetningarkensla æ tu að fara saman. En framburðarkensla ein getur ekki nægt fyrir stafsetningarkenslu. Hún getur létt stafsetningarkenslnna, en aldrei komið alveg í hennar stað, af því að hljóðtáknin verða aldrei eins mörg og tilbreytingarnar í hljóðunum. Það er algengt, að þegar hér er talað um stafsetningu, þá er stafsetning prófessors Ólsens kölluð framburðarstafsetning. En það er hún alls ekki. Allir stafsetningarfræðarar okkar hafa fylgt sömu höfuðkenningunni; að rita sem næst framburði, en þó með tilliti til uppruna. Svo er um Sveinbjörn, Konráð, Halldór, Jón og Ólsen. Einn fer að eins stigi lengra en annar í framburðaráttina. Sveinbjörn og Ólsen í' einstöku atriðum lengra en hinir. Sveinbjörn ritar, t. d. »!ángur«, »leingri« o. s. frv., Ólsen »firstur«, »bestur« o. s. frv. En þetta hvorttveggja eru smávægileg atriði. Grundvöllurinn er sá sami hjá þeim öll- um. Enginn Hefur farið fram á, að breyta alveg til og rita eftir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.