Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 1
SKÓLABLAÐIÐ --@SS£@- ÁTTUNDI ÁRGANGUR 1914. j Reykjavík, 1. febr. j 2. tbl. Skóiaag-i og skólastjórn. Þegar dæmt er um skóla, gæði þeirra og gagnsemi, er sá mælikvarði venjulegast lagður á þá, hvort þeim er vel eða illa stjórnað, hve vel nemendurnir eru agaðir, sérstaklega hve vel þeir læra að hlýða, o. s. frv. Miklu síður á það Iitið, hve mik- ið þar er lært eða hve vel skólarnir manna nemendur sína að öðru leyti. Og þegar um stærri skóla er að ræða, þar sem margir eru kennarar, er það orðin nokkurnveginn föst og rótgróin skoðun, að Iíf skólans og vinna sé svo sem eingöngu undir því komið, hvernig skólastjórinn er; af honum er alt heimtað — að minsta kosti alt, sem að stjórn skólans og aga lýtur; honum er þakkað ef skólinn þykir góður, og honum er um kent, ef miður fer. Þetta er í raun og veru ofur eðlilegt, þar sem skólarnir hafa alt af lifað undir einvaldsstjórn. Skólastjórans er að skipa fyrir, nemandanna að hlýða; kennaranna getið að litlu. Og alt þykir ganga að óskum, ef skólastjórinn getur Iátið hlýða sér, ekki einungis nemendur, heldur kennarana líka. Þessa list kunni Bjarni gamli rektor, og hver hefur verið talinn hans jafnoki? Líklega enginn skólaskjóri hér á landi. Hann tók við latínuskól- anum í slæmu ástandi, og honum lánaðist með sinni einvaldsstjórn, að koma betra lagi á skólann — svo að út á við bar ekki á neinum sérlegum misfellum í hans tíð, Fyrir dugnað sinn og röggsemi lifir hann í minni nemandanna, og hjá mörgum í kærri minningu. Kennurunum mun hafa veriö minna um hann gefið, enda fór hann með þá eins og skóladrengina, þegar honum bauð svo

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.