Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 15
SKOLABLAÐIÐ 31 »Syngur fuglasveit um mar og bakka, sérhver skepna rómar gleðiprís, einn þó Muni (Magnús) angurbikar smakkar, Unati hvarf úr Oarðars Paradís.« Eiginlega er kvæðið minning um dóttur, sem hann misti 15 ára gamla, og hefur hann helgað henni Ljósberann og 3 aðrar fallegustu jurtir landsins. Vottar kvæðið bæði fagra föður- ást og skáldlega blómaelsku. Hann sér ímynd sinnar elskuðu dóttur í fegurstu blómum elskaðrar ættjarðar. Firirhugaðar umbætúr á enskri tungu. Skáldjöfur Englendinga skerst í leikinn. »Daily Maili flitur þessi tíðindi 4. des. 1913: »Vísindamenn allmargir, eru í þann veginn að stofna fjelag, með það fyrir augum að hreinsa og bæta enskuna bæði í ræðu og riti. Þessi ráðagerð er sprottin upp í Öxnafurðu, og er ekki hugsað til að hafa mjög marga menn í samtökunum að svo stöddu, hvað sem síðar verður: Dr. Bridges, skáldjöfurinn (Poet laureate), er foringi þessa Ieiðangurs, en honum filgja aðrir ensku- snillingar, þar sem eru þeir Thotnas Hardy, Dr. Henry Bradley og Dr. Craigie, höfundar ensku Öxnafurðuorðabókarinnar, Walter Raleigh háskólakennari í Öxnafurðu í enskum bókmenntum og Mackail, sem áður kendi skáldskaparmál (Poetry) í Öxnafurðu. Þessir bandamenn hafa ekki látið uppi allar firirætlanir sínar, en það mun bó vera fnllráðið, að riðja sjer braut með ritgerðum og ræðuhöldum og reina að snúa öllum enskukenn- urum til filgis við flokkinn, leggja síðan alt kapp á það, að leiða máliö af glapstigum og koma því á fornar slóðir, bæði ritmálinu og engu síður mœltu máli, vilja þeir fjelagar spirna á inóti öllum óþörfum erlendum orðum, og fá hvern mentamann t'I að taka sjer í munn öll þau liðug smellin og kröftug orð, sem til eru í mállíðskum sveitamanna.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.