Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 2
18 SKOLABLAÐIÐ við að horfa. »Hvað átti eg að gera, vesæll adjunktinn, þegar þessi vargur fer með mig inn í kennarastofu og lú-ber mig?« sagði einn þeirra einhverntíma. En hvort sem það er nú bók- staflega satt eða ekki, þá er hitt vist, að piltarnir voru ekki í neinum minsta efa um það, að rektor var þá eins ótakmarkaður einvaldur yfir kennurunum, eins og yfir þeim sjálfum. Og kenn- ararnir fundu til þess sjálfir. Af því spratt sú skoðun bæði í skólanum og út í frá, að ábyrgðin hvíldi öll á rektor. Kennar- arnir fundu, að þeir voru valdalausir — nema þá með góðu samþykki rektors — og ábyrgðarlausir, og piltarnir ólust upp í þeirri trú, að þeir þyrftu bara einum herra að lúia, og það var rektor, Hér er Bjarni nefndur af því að hann er gott dæmi skóla- einvalds, og stjórn hans að mörgu leyti góðrar einvaldsstjórnar. — En tímarnir breytast. Og sú skólastjórn, sem talin var góð, ef til vill hin eina rétta, á fyrri öld, mundi nú víða dæmd óhæfi- leg. En skólastjórarnir frá fyrri öldum hafa haft sín áhrif á skoð- anir manna á skólastjórn og skólaaga alt fram á þennan dag: kennaranna gætir enn Iítið; aginn er virtur eftir ytri hlýðni, svo að regla í skólahaldinu og hlýðni, sem stafar af ótta við skóla- stjórnina er talinn góður og gildur mælikvarði fyrir sönnum aga, enda þó að þrœlsótti sé í raun og veru eini styrkur skólans. Einvaldsstjórn á svo oft stutt í það að verða harðstjórn, og harðstjórnin lifir af þrælsóttanum og elur hann. Nú eru skóiar ekki haldnir til að ala upp þræla, heldur frjálsa menn. Hver skóli er ríki út af fyrir sig, og í því ríki eru nemendurnir borgarar með borgararétti. Hver kennari er meðstjórnandi skólans og ber ábyrgð á skólahaldinu, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þetta er nýtt. Hugmyndir manna um góða skólastjórn eru að fjarlægjast einveldið. Og það er farið að skrafa um meira lýðveldissnið á skólastjórn, í líkingu við stjórn landa og þjóða. Lýðveldið heimtar, að hver einstaklingur neyti sem best allra hæfileika sinna og vinni á eigin ábyrgð, en ekki á ábyrgð ann- ara. Hver einstaklingur þarf að vera frjáls, hugsandi meðlimur heildarinnar, ekki viljalaust hjól í vél, sem einhver einn stjórnar. Skólastjórinn stendur ekki eins og goð á háum stalli, lang-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.