Skólablaðið - 01.02.1914, Qupperneq 16

Skólablaðið - 01.02.1914, Qupperneq 16
32 SKOLABLAÐIÐ Enskan, sem Johnson talaði, er miklu dírmætari en enskan sem hann skrifaði, segja þeir fjelagar, og margir aðrir mentamenn hallast nú á þá sveifina. Má hafa það til marks, að Johnson hefur vafalaust jafnan sagt *roU en ritað »putrefy«, Dr. Bridges segir: »Lundúnamaðurinn sakar Skota um það að þeir tali skakt og illa; en það er öðru nær; Lundúnabúinn sjálfur fer allra manna verst með móðurmál sitt. Honum þikir alt ónítt, sem hann hefur ekki vanist, og er svo fáfróður, að hann heldur sín eigin bögumæli vera mestu príði málsins. Hon- um væri sæmra að ganga í skóla hjá Skotunum.«« Spurning til Skólablaðsins. Farskóli fær um 100 krónu styrk úr landssjóði, til barna- fræðslu, og barnaeigendur borga fæði kennara. Hvað mikið hærri styrk úr landssjóði mundi téður skóli fá, ef fæði kennara yrði borgað af hreppssjóði, að öðrum skil- yrðnm óbreyttum? * * • Því er erfitt að svara; það fer eftir því, hve lengi skólinn stendur. Standi hann 24 vikur, verður fæðiskostnaður líklega um 144 kr. og verður þá veittur styrkur úr landssjóði alt að helm- ingi þeirrar upphæðar. Til fræðslunefnda og skólanefnda. Munið að senda skýrslur um kenslu og próf fyrir júni. loky með lögboðnum skírteinum, sjá; Lög og fyrirskipanir um fræðslu barna og unglinga, bls. 46. Fyllið eyðublöðiu nákvæmlega rétt út. Notið hin prentuðu eyðublöð undir reikningana, og gleymið ekki að geta þess hvaðan tekjur eru. Raðiö börnunum eftir aldri, þannig að fyrst standi á kenslu- skýrslunni öll 14 ára börn. þá 13 ára, þá tólf ára o. s. frv. Hafið fullnaðarpróf á sérstöku eyðublaði fyrir próf. Þessar skýrslur, sem eru Iögskipaðar, má senda ófrímerktar. Útgefandi: Jón Þórarínsson. ffffrr****’ T'

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.