Skólablaðið - 01.02.1914, Síða 11

Skólablaðið - 01.02.1914, Síða 11
SKÓLABLAÐIÐ 27 Niðurstaðan hlýtur að verða að meira eða minna leyti kák. í síðasta blaði skýrði eg frá því, hvert aðalmarkmið eg áliti að skólinn ætti að setja sér og hverjar breytingar þyrfti að gera á enskukenslunni þarafleiðandi. Stofnun nýju gagnfræða- deildarinnar var þarft verk, og í henni á fyrri stefnan að ríkja. En í lærdómsdeildinni, »Iatínuskólanum«, á síðari stefnan að vera einráð. Böðv. Kristjánsson. Magnús Stephensen konferensráð, ni. Eftírmæli 18. aldar. »Eftirmœli 18. aldar« gaf hann út 1805. Þau eru ágæt, sðgurit. En víða þar, eins og í öðrum ritum sínum, kemur hann allhart við kaun landa sinna. Lýsir þó rækilega helstu viðburðum aldarinnar, einkum er ágæt lýsíngin á Skaftárgljúfra- gosinu 1783. — Getur og meira og minna helstu manna ald- arinnar. — Þar er og landinu lýst sem fjallkonunni, en hún er nú elcki eins tignarleg og fjallkona Bjarna og Jónasar. Þeir lýsa hátign og fegurð hennar. Magnús lýsir niðurlæging hennar og hörmung. Hann lætur fjallkonuna segja: »Eg er nú orðin svo beinaber og veðurbarin, ýmist sköllótt af jökla- og ísalögum, eða sviðin og hraunsteypt af jarðeldum, sandorpin af eldgusum íjalla, vatna og jökulh'aupum og sjávargangi, hrufluð af skriðu- föllum og útsvívirt af auraleðjum. Snjóhvíta kollhúfu ber eg æ, ekki þó til viðhafnar, því egvildi hana fegnust aldrei bera.« (S. 47.) Allir þessir 3 hafa rétt fyrir sér. En hver semur nú sögu 19. aldar? »Handbók fyrir hvern mann« (1812) er einskonar sveita- stjórnarfræði, einkum handa hreppstjórum. Er þar, m. a„ boðið að fara vel með sveitarómaga í öllu, og láta þá eiga eins gott og börn og hjú í mat og fatnaði, útvega þeim góðar vistir. Bann- að, samkvæmt húsagatilskipuninni, að berja börn og aðra um höfuðið. Þarna er þá Magnús langt á undan tímanum. Snopp- ungarnir hættu ekki með 19. öldinni. »Minnisvcrð tíðindU gaf Magnús út 1796—1808. Eru þau eitt af allra fyrstu tímaritum vorurn. Eru mjög fróðleg.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.