Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 7
SKOLABLAÐIÐ 23 að Iáta vera hærra lágmark meðaleinkunnar við gagnfræðapróf fyrir þá, sem v'lja halda áfram í lærdómsdeildinni, eða 5 í stað 3V2. Það er að vísu handhægt ráð, en mundi fyrst og fremst gera það að verkum, að því sem næst allir utanskólanemendur féllu við gagníræðapróf, meðaleinkunn þeirra er oftast lægri en 5, en í þeirra hóp eru margir, sem reynast nýtir nemendur; af bekkjarnemendum mundu og margir falla, sem vel mættu halda áfram. Auk þess myndi það ráð hvorki bæta úr öðrum né þriðja gallanum, sem að framan er talinn. Svo er einnig um tillögu um skóiagjald í lærdómsdeildinni, sem vel mætti hafa, þó að valið væri það ráð, sem síðar skal nefnt, en hefur þann ókost helst að baka aðstandendum r.emenda all-mikinn kostnað. í samræmi við skýring mína á göllunum, hygg eg, að best væri að fara þessa leið: Nema burt undirbúningsnámið milli barnaskóla og gagnfræðadeildar og krefjast eigi annars til inntöku í hana en að nemendur kunni vel flest það, sem getið er um í 2. grein fræðslulaganna, en það er aðallega skýr og áheyrilegur lestur, léttur ritvillu- og mállýtalaus stíll, læsileg og hreinleg snarhandarskrift, fjórar höfuðgreinar reiknings í heilum tölum og brotnum, not landabréfs (og lítilsháttar landfræðis- þekking). Breyiingin frá því fyrirkomulagi, sem nú er, væri þá einkum sú, að þá yrði eigi framar krafist til inntökuprófs dönsku, sögu og náttúrufræða. Sem dönskukennari get eg borið um, að það væri nærri þakkarvert, ef sumir neniendurnir, sem þó sleppa inn í skólann, kynnu ekkert í dönsku, og fáir eru svo vel að sér, að ekki m< gi vinna það upp á 3 árum, einkum af því að allir nemenduriiir yrðu þá jafnir. Lítið mundi saka, þó saga hyrfi, því að hún er hvort sem er margsinnis lesin og endur- lesin frá upphafi til enda í skólanum (í báðum deildum), og með þessu mótí félli úr sögulærdómur, þar sem minstur er skilningur og þroski, og tel eg það skaðlítið. Líkt hygg eg megi segja um náttúrufræði. Kann að vera, að gagnfræðadeildin þyngdist nokkuð við þetta, ef jafnmiklar yrði kröfurnar þar og nú eru, en það mundi ekki saka, því að gagnfræðadeildin er ekki of þung. — í staðinn fyrir undirbúninginn til inntöku í skólann ætti svo að koma undirbúningur undir lærdómsdeildina, þ. e. aukadeild (1 ár) rnilli gagnfræðadeildar og lærdómsdeildar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.