Skólablaðið - 01.09.1914, Blaðsíða 8
136
SKOLABLAÐIÐ
tók málið að sér í fyrra og kom því inn á þing, En þetta
varð árangurslaust í það skifti
Nefnd sú er kynti sér málið fyrir kennarafélag íslands
segir í nefndaráliti sínu meðal annars:
„Meiri hluti barnakennara hefir ekki einu sinni 300
krónur. því mun svarað verða, að þeir hafi sumargagn
sitt að auki. Satt er það að vísu, en þó er samt þess að
gæta, að arðsöm sumarvinna stendur ekki hverjum til boða,
sem bundinn er við annað starf vetrariangt, og auk þess
er starf kennara þannig vaxið, að þeir þurfa stöðugt að auka
þekkingu sína, halda áfram að læra, ef þeir eiga ekki að
stirðna og dagi uppi og verða ó'næfir leiðtogar. það má
því ekki heimta af þeim að þeir vinni baki brotnu líkam-
lega vinnu, hverja stund sem þeir eru lausir við kenslu-
störf.--------
Til undirbúnings undir starf sitt er þó ætiast til að
kennarar hafi tekið kennarapróf. Síðan kennaraskóiinn hér
tók til starfa, hafa menn varið til þess undirbúnings 3—5
árum á besta skeiði, um tvítugs aidur, — enginn tekinn í
skólann yngri en 18 vetra, -- og verður ekki sá kostnaður
talinn minni en 1500 kr. til 2000 kr. Auk þess hefir fjöldi
kennara síðan varið miklu fé til frekara náms bæði innan
lands og utan og ganga því margir skuldugir að starfi“.
Aliir verða að játa, að þetta er réttilega tekið fram. En
svo er þess að gæta, að allar afurðir hafa stigið í verði á
síðustu árum. Kaup verkamanna hefir hækkað. Og alþingi
hefir bætt laun ýmsra kennara við hærri skólana. Réttmætt
var það. En hægra áttu þeir með að bíða en barnakennar-
arnir. þeir höfðu þó undir þau laun, sem ltægt var að
lifa á og barnakennurum hefði þótt sældarlaun. En alþingi
lítur svo 6, að ekki sé samboðið siðuðu þjóðféiagi að skera
svo við neglur sér laun þessara manna, að þeim eða þeirra
sé veruleg hætta búin af skorti.
því er öðru vísi varið með barnakennarana. þeir mega
ganga klæðlitiir, þeir mega lifa á ódýrri ruslarafæðu, þeir
mega búa í lofrlitlum kytrum og þeir mega drepa börn sín
úr skorti og vesaldóm. En vei því þjóðféiagi sem myrðir SVO táp