Skólablaðið - 01.09.1914, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.09.1914, Blaðsíða 16
144 SKÓLABLAÐIÐ þau hitna oft, og þyrstir þá; þau sitja oft við kenslu í slæmu loíti, svala sér þá á köldu vatni, ef þau eiga kost á því. Það ætti nú ekki að þurfa að brýna það fyrir skólahaldar- anum, hversu afar nauðsynlegt er að börnin drekki heilnæmt vatn. Allir vita að það er nauðsyulegt, og þó er þ ss oft ekki gætt. Skbl. heíur áður minst á þetta, og vill enn vekja athygli kennara á að passa það, að neytsluvatnið sé heilnæmt og að þrifalega sé gengið um það og drykkjaríiátin. Skólahúsunum er sumstaðar valinn staður þar sem erfitt er um gott vatn; verður þá að bera það að í hreinum og helst Iokuðum ílátum, og geyma það í lokuðu íláti í skólanum. Börnin hafa venjulega eitt drykkjarker til að drekka úr. Því er nauðsyn- legt að búa svo um, að drykkjarkerið sé ávalt skolað milli þess sem drukkið er úr því. Æskiiegt væri að það lægi þess í miili í renn- andi vatni, en því er ekki alstaðar svo auðvelt að koma við, En alstaðar verður því við komið að skola það rækilega áður en það er notað. Það ætti kennarinn að heimta að börnin geri, ríkt eftir að þau hlýði því Vatnskvartil með krana /, og skolpfötu, í horninu á skóia- ganginum; kvartilið með góðu loki. Þetta kostar lítið. Munið og ganga eftir þessu, þegar skólarnir byrja í haust! Auglýsing. Kennarastarfið við farskólann í Árskógshreppsfræðuslu- héraði er óveitt. Kenslutíminn er 6 mánuðir. þeir, sem sækja viija um starfið tilkynni fræðslunefndinni í Árskógs- hreppi það fyrir 20. sept. þ. á. 18. júlí 1914. Fræðslunefndin. Útgefandi: Jón Þórarinsson. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.