Skólablaðið - 01.12.1914, Side 7

Skólablaðið - 01.12.1914, Side 7
SKÖLABLAÐIÐ 183 prófdómarans að ráða því, hvort barnið nær prófi eða eigi. Að vísu getur honum orðið það erfitt, ef kennarinn gefur óhæfilega háar einkunnir af ásettu ráði til að láta barnið sleppa, gefur t. d. aldrei lægra en 5, og alt af 8, ef barnið getur einhverju svarað. En fyrir slíkri vitleysu er varlaráð gerandi. Dæmi til þess, en væntanlega einsdæmi. þá almennu athugasemd virðist mega gera út af áður nefndri grein prófdómarans, að gangi prófdómari rikt eftir þvi, að i öllu sé farið eftir prófreglunum, þá megi í próf- inu felast nokkurnveginn trygging fyrir kunnáttu fullnaðar- prófs barna. Próf gefa einatt óáreiðanlegí sýnishorn af kunnáttu og þroska, ekki síst þar sem börn eiga í hlut. þar kemur svo margt til sögunnar, sem getur gefið skakka hugmynd: með- fædd feimni, heppni og óheppn.i, hvernig barnið er fyrir kall- að í þann svipinn o. s. frv. Til þess að varna því, að próf- in verði hending ein, hafa þau ákvæði verið tekin upp í sumar reglugerðir, að gefa einkunnir við og við að vetrinum, leggja þær saman við vorprófseinkunnina og taka svo með- altal, svo sem gert er ráð fyrir í 5. gr. prófreglugerðar 7. des. 1908. þetta er nokkur bót í máli, en hvernig sem að er farið, verða þessi barnapróf með vitnisburðargjöfum neyð- arúrræði. Hugsanlegt væri að sleppa vitnisburðunum og gefa hverju barni að eins vottorð: staðist próf eðafallið;en ekki er hættulausara við gjörræði fyrir því. Handavinnuiiárasskeið handa stúlkum halda þær í vetur á Akureyri, frk. Halldóra Bjarnadóttir, skólastýra, og frk. Elisabet Friðriksdóttir, sem undanfarin ár hefur verið að læra til þeirra hluta í Kristianíu. Nemend- ur eru 16, og „fá færri en vilja“. „Við ættum að hafa annað fyrir drengi, ef vel væri“, segir skólastýran. Spá mín að þess verði ekki langt að bíða. Frk. Halldóra hafði lík námsskeið þessu í fyrra og fekk

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.