Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐID
185
þessi bók ætti að vera góður gestur á hvert heimili á
landinu, bæði við sjó og til sveita. Hver sem kemur t'rá út-
löndum tekur fljótt eftir því, hve autt og bert og nakið er
kringum híbýlin okkar, ekkert blóm enginn runnur, ekkert
tré; eini gróðurinn kál og kartöflugras þær vikur ársins, sem
sá gróður stendur, en allan annan ársins tíma svart moldar-
flag í hans stað. Enn eru þess dæmi að viðbjóðslegai^ opn-
ar safngryfjur séu beint framundan bæjardyrunum. En þó að
svo sé ekki, eru hlöðin ekki til prýði. Víðast hvar er það
siðurinn að ríða heim að bæjardyruin og fara þar af baki;
á hlaðinu er forin í mjóalegg og hvergi auðið að stíga fæd
nema á bæjarstéttina, oft örmjóa. Ljótast og óvistlegast heima
við bæinn, þar sem mest væri ástæðan til að viðhafa alt
hreinlæti og prýða eftir föngum til að gera þar sem unaðs-
legast og vistlegast — og heilnæmast.
Bókin er skrifuð til að vekja athygli á þessu og til að leið-
beina í því að gróðursetja tré, runna og blómjurdr við manna-
híbýlin, byggingu skrúðgarða til heimilisprýði og jurtagarða
tii heimilisnota.
Seinni árin er farið að bera á því að einstaka maður hefur
hug á að prýða kringum bæinn sinn, og nokkur reynsla er
fengin fyrir því hvað best má lánast að gróðursetja. En all-
an fjöldann skortir þekkingu til að framkvæma nokkuð veru-
legt. Bjarkir eru þeim góður ráðgjafi, bæði að því er snert-
ið undirbúning jarðvegsins, gróðursetning og jurtaval. Skóla-
blaðið hefur áður flutt ritgerðir um ræktun skólagaróa, og
hvatt kennara til að prýða á þann hátt kringum skólasetrin,
en um leið fá börnunum tækifæri til að kynnast blómrækt
og trjárækt, og bent á það, að þó að sá tími ársins, sem
skólar standa hér á landi, sé ekki vel til þeirrar vinnu fall-
inn, þá muni ekki frágangssök að kalla börnin saman dag
og dag að sumrinu til að læra til þessara hluta og starfa að
garðræktinni. Margur kennarinn mun hafa getað haft van-
kunnáttuna í þessu sér til afsökunar. Kaupið Bjarkir og
lesið með athygli og þér munuð ekki leita árangurslaust að
því sem þér þurfið að vita.