Skólablaðið - 01.12.1914, Síða 14

Skólablaðið - 01.12.1914, Síða 14
190 SKOLABLAÐIÐ Fræðslunefndir, kennarar og prófdómarar eru beðnir að athuga þetta, þegar skýrslur eru sendar næsta vor: 1. að láta beiðni um landsjóðsstyrk vera komna til yfir- stjórnar fræðslumálanna fyrir lok júnimán. 2. að láta styrkbeiðninni fylgja: a. sundurliðaðan reikning yfir allan kostnað við skólann, og beri reikningurinn með sér úr hvaða sjóði eða hvaðan hver tekjugrein er greidd. b. afrit af ráðningarsamningi kennarans, og sé þess getið, hverrar mentunar hann hefur notið, d. kvittun kennarans fyrir meðteknu kaupi, e. skýrslu um kensluna (samkvæmt hinum preno uðu eyðublöðum), f. skýrslu um próf (samkv. hinum prentuðu eyðubl.), og skal þess þar getið í athugasemd, hve mörg börn á skólaaldri hafi vanrækt að koma til prófs, ef nokkur eru, og fyrir hverjar sakir, g. skýrslu um húsnæði og kensluáhöld skólans (sbr. bréf stjórnarráðsins til fræðslumálastjórans, dags. 11. des. 1909). 3. að fylla út nákvæmt og rétt hin prentuðu skýrslu- og reikningaeyðublöð. 4. að raða barnanöfnunum í skýrslurnar eftir aldri, fyrst 14 ára börn (eða eldri, ef nokkur eru), þá 13 ára, þá 12 ára o. s. frv. 5. að haía fullnaðarprófsbörn ávalt sér á skýrslu. Um þetta hefur verið ámint áður, en misbrestur hefur enn í ár orðið á því að þessum fyrirmælum hafi verið fylgt. Komi það enn fyrir, mega menn sjálfum sér um kenna, ef missist af landsjóðsstyrk fyrir það. Frœðslumáiastjórinn.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.