Skólablaðið - 01.11.1916, Qupperneq 2

Skólablaðið - 01.11.1916, Qupperneq 2
SKÓLABLAÐIÐ 162 að þaö kostar 1—2 tugi króná meira aö framkvæmá kensluna eitt árið en annaö. Ef þetta er aö inna meö samviskusemi af hendi áríÖandi opinber skyldustörf, þá er ekki vandi aö fara með þau. Auövitaö ætla sparnaðarmenn þessir sér aö útvega kennara, einhvern sem vill vinna fyrir 6 kr. á viku, en það bregst; enginn fæst til þess, og barnaeigendur, sem er það ef til vill hugleiknast af öllu að fræöa börn sín svo sem kostur er á, standa uppi í vandræðum, formæla fræöslunefndinni, sem lét góöan kennara ganga úr greipum sér fyrir þá sök eina, aö hann var svo kröfuharður aö vilja gerast hálfdrættingur viö vinnukonu, sem kann það eitt verk aö vinna að raka hey og geldur fræðslunefndinni óþökk eina fyrir alla sparsemina. Þessu atferli una kennararnir ekki, sem ekki er von, heldur ganga í hópum úr þjónustu skólanna, leggja niöur þaö starf, sem þeir hugöust geta unniö þjóö sinni þarfast, og taka sér annað fyrir höndur, sem þeir sjá sér lífvænlegt við. En það leiðir aftur til þess að sum fræðsluhéruð fá annaðhvort engan kennara eöa þá einhvern, sem lúta vill að því kaupi, sem í boöi er, en sem engum k e n n a r a er boðlegt. Allir vita aö lágmark kennaralauna eftir fræðslulögunum var óhæfilega lágt frá byrjun, bæði þeirra er vinna við far- skóla og fasta skóla; laun fastaskóla kennaranna þó hóti nær sanni þá, þegar þeir gátu lifað fyrir 5 kr. á viku, en launin voru 12 kr. Nú verður sumstaöar ekkert afgangs 12 krón- unum, þegar búið er að kaupa húsnæði, Ijós, hita, þjónustu og mat. Staða kennara viö fasta skóla er því nú orðin til muna verri en farskólakennaranna, enda hafa margir þeirra gefist upp við að lifa við þau sultarkjör. Þó að forstöðumennirnir séu hóti skár settir, verður afgangurinn víst lítill hjá þeim líka í sumum af kaupstöðunum. — Auösæilega stefnir nú hér aö því að barnakenslan fer í kalda kol, ef ekkert er að gert. Undir héraðsstjórninni er ekkert aö eiga; þaö hefur reynslan í haust sýnt. Landstjórnin verður að taka í taumana og breyta kaupgjaldsákvæðum fræðslulaganna svo að kennarar fáist fyrir lágmarkslaun. Fræðslunefndir og skólanefndir hafa ekki einurð til að ganga eftir fé úr sveita- sjóðum og bæjasjóðum til að borga meira en lágmarkið. En svo þarf alþing að ári að veita fjárupphæð til dýrtíðaruppbótar

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.