Skólablaðið - 01.11.1916, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.11.1916, Blaðsíða 4
IÖ4 SKÖLABLAÐIÐ maður, ])á væru ]>að að eins 250 kr., og væri hann því samt sem áður ver settur en vinnumaðurinn. Þegar hér við bætist að skólakennarinn hefur stundum fyrir konu og börnum a'ð sjá, og að staða hans er ekki tryggari en það, að dutlunga- lynd skólanefnd getur svift hann atvinnunni hvenær sem henni þóknast, þá verður ekki sagt að hann sé öfundsverður. Samanburði á stöðu barnakennaransog launakjörum hinna og annara verkmanna á sjó og landi er lengi hægt að halda áfram og sýna með því og sanna að hann er ver settur en þeir. En þess er ekki þörf; allir geta gert þann samanburð sjálfir og sannfærst um að barnakennarar eru ver settir en alment vinnu- fólk. Atvinnuvegirnir til sjávar og sveita standa nú í meiri blóma en áður. Þeir þola að gjalda verkafólki hátt kaup, og gera það líka. Fólkið streymir þangað sem peningarnir velta. Um ekkert er eins mikið hugsað og fjáröflun. Líkamleg vinna er borguð vel, andleg vinna illa. Það bendir á að likamleg vinna sé metin meira en andleg. Verði sá hugsunarháttur ríkjandi að staðaldri og til langframa, eignumst við duglegt verkafólk og ötula fjárgróðamenn, en lélega embættismannastétt. Við fáum sjálfsagt duglegar vinnukonur og vinnumenn, rakstrarkonur og sláttumenn, sjómenn og bændur, en — lélega embættismenn og barnakennara. Aðrir hafa nú reyndar þá skoðun að óupplýst verkmanna- stétt verði aldrei annað en vinnudýr, misjafnlega þæg og af- kastamikil til verka, en þá fyrst verði hún ötul, verklagin og skyldurækin, er hún hefur fengið nauðsynlega andlega mentun samfara verklegri. Það er hlutverk alþýðukennarastéttarinnar að veita þessa mentun; því skyldi vel til hennar vanda, en það er ekki gert með því að svelta hana. Eina ráðið til þ e s s a ð h a 1 d a þ e i m g ó ð u k e n n u r u m, s e m v i ð eigum, ogeignast fleiri, er það að launa þeim b e t u r.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.