Skólablaðið - 01.11.1916, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.11.1916, Blaðsíða 13
SKÓLABLAÐIÐ 173 Kostnaður við kaupstaí askóla varS 77259 kr. Kostn- aður viS barnaskóla utan kaupstaöa varS 80 þús. kr. Kostnaöur viö f a r s k ó 1 a varö rúml. 65 þús. krónur. Allur kostnaður viö barnafræösluna síöastl vetur hefur því oröiö rúmlega 242 ])ús. krónur. Kennarar alls unniö aö kenslunni 341. Börn alls notiö kenslu 6910, í samtals 6913 vikur (í kaup- staöaskólum 152 vikur, í skólum utan kaupstaöa 1224 vikur og i farskólum 4537 kensluvikur). Kenslukostnaöur á barn hefur oröiö: í kaupstaöaskólunum um 46 kr., í utankaupstaðaskólum um 48 kr. og í farskólum um 18 kr.; kenslukostnaður á hvert barn því um 35 kr. aö meðaltali. Hér er aðeins talað um þá barnakenslu, sem styrkt hefur verið af landsjóðsfé, og tölurnar ekki nákvæmar. Ótalin er því kensla þeirra barna, sem farið hefur fram annarstaðar en í skólunum. Unglingaskólar vóru 18 meö samtals 350 nemendum, og er talið í skýrslunum aö rekstur þeirra hafi kostað rúml. 20 þús. krónur. Af þeim stóðu 7 í 6 mánuði, 7 i 5—6 mánuði, 2 í 4—5 mánuði og 2 i 3 mánuði. Við þá störfuöu um 30 kennarar. Sumir þeirra kendu og viö barnaskóla. Heimavistir eiga nemendur í 6 af þessum skólum. Landsjóðsstyrkur til þeirra var síðastl. ár 14500 kr.; annar kostnaður hefur veriö greiddur úr sveitasjóöum, bæjar- sjóðum og sýslusjóðum. Dýravernd. Margt er það, sem góður kennari minnist á viö börnin, og alt ætti það aö laga lund þeirra og hugsunarhátt. Er ekki undarlegt aö margt beri á góma þar sem hugsandi og áhuga- samur kennari stendur andspænis náms- og fróðleiksþyrstum unglingahóp. Námsgrejnarnar, sem verið er aö kenna, gefa svo

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.