Skólablaðið - 01.11.1916, Síða 6

Skólablaðið - 01.11.1916, Síða 6
i66 SKÓLABLAÐIÐ gripsmikla skólamentun. Eg vil vekja athygli ykkar á því þegar í upphafi, hvaö okkur er markaSur naumur timi, og hversu áríðandi þaS þess vegna er aS við notum hann vel og rækilega. Eg vara ykkur viS þeirri hálu braut, sem mörgum hefur oröið að falli, aS slá of slöku viS námiS framan af meS þeirri hugsun á bak viS eyraS aS vinna þaS upp síSar. ÞaS hefnir sín áreiSanlega, eins og allur skortur á skyldurækni og sjálfsafneitun. ÞaS verSur æfinlega því þyngra aS leggja á sig og gera skyldu sína sem þvi hefur veriS skotiS á lengri frest. „ÞaS er dýrt fyrsta spori5“, segir frakkneskt máltæki. Fyrsta sporiS á glapstigu kostar stundum gæfu heillar æfi. Auk þess ríSur einna mest á því í öllu námi, aS leggja vel fyrstu undirstöSuna; ef þaS er illa gert eSa sviksamlega, þá riSar alt til falls, sem síSar er bætt viS. ÞiS muniS ef til vill vísurnar, sem Brynjúlfur hinn spaki frá Minnanúpi kvaS um eina línu í skrifbók drengs. Af þvi aS stafirnir voru of gisnir í fyrra hlutanum, urSu þeir aS vera of þéttir í síSari hlut- anum, til þess aS í linuna kæmist alt, sem í henni átti aS vera. Þar hefndi þaS sín aS fara ósparlega meS rúmiS framan af, en sama máli gegnir aS fara ósparlega meS tímann; þvi ríSur á aS sníSa sér stakkinn hæfilegan þegar í byrjun: skjóta eigi á frest vinnunni, sem ætluS er deginum í dag, til morgun- dagsins; honum er nóg vinna ætluS líka. Eg veit, aS eigi er þarflaust aS minna á þetta, og vona, aS þaS verSi ekki heldur árangurslaust. Enda munduS þiS fátt geta lært í skólanum, sem hollara væri og meira vert, en aS fara vel meS tímann. Hér í Rvík er margt, sem hætt er viS aS glepji fyrir ykkur og dragi hugann frá náminu, margt, sem freistar til gjálífis og nautna, og er ef til vill því hættulegra sem þaS er meira ný- næmi mörgum ykkar, sem komiS hingaS í fyrsta sinn. Jafn- vel fjölmenniS eitt saman verSur oft i fyrstu til aS glepja fyrir þeim, er úr fásinninu kemur, svo aS hann nýtur sín ver en ella. Eg vil alls ekki meina ykkur aS njóta i hófi góSra skemtana, sem hér er kostur á, en einungis gefa ykkur þaS ráS, aS láta skyldustörfin jafnan sitja í fyrirrúmi. ÞiS skuluS sanna, aS þaS er gæfuvegur, og besta ráSiS til aS gera lífiB ánægjulegt og skemtilegt, þegar öllu er á botninn hvolft. Eg veit, aS þaS er til mikils mælst, en óska vildi eg þess samt, aS

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.