Skólablaðið - 01.11.1916, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.11.1916, Blaðsíða 12
172 SKÓLABLAÐIÐ komi öll meS skilum, skal enn tekið fram, aö beiöni um land- sjóðsstyrk eiga að fylgja: 1. Kensluskýrsla. 2. Prófskýrsla. 3. Reikningur yfir kostnað við skólahaldið. 4. Viðurkenning kennara fyrir fullu kaupgjaldi í krónum. 5. Afrit af ráðningarsamningi kennara. 6. Umsögn prófdómara. 7. Vottorð læknis um húsnæði og hollustuhætti. r Ymislegt úr skýrslum um barna- og unglingafræðsluna 1915-16. Við kaupstaðaskólana 5 unnu 25 fastir kennarar, og 40 stundakennarar (við barnaskólann í Reykjavík eru 40 kennarar, en að eins 6 af þeim hafa árslaun; 34 eru stunda- kennarar, borgað kaup eftir stundafjölda). Laun föstu kennar- anna námu samtals kr. 23126; árslaun hvers kennara að meðaltali voru því um 925 kr. Við barnaskóla utan kaupstaða unnu 76 kenn- arar og höfðu þeir samtals að launum 38 þús. krónur rúmar, eða um 500 kr. árslaun hver, að meðaltali. Farskólakennarar vóru 206 þetta ár, og höfðu í laun um 26700 kr. auk fæðis, húsnæðis og þjónustu, ljóss og hita. Séu þau hlunnindi talin álika mikils virði og kaupið, hefur vetrarkaup þessara 206 kennara verið um 53400 kr., eða tæpar 260 kr. kaup hvers kennara að meðaltali. Nemendur kaupstaðaskólanna vóru 1635 (á aldrin- um 10—14 ára 1423, en 212 yngri). Nemendur ba,rna- skóla utan kaupstaða vóru 1711 (af þeim 1632 á aldrinum 10—14 ára; 78 yngri en 10 ára og 1 eldri en 14 ára). Nemendur farskóla (og í eftirlitskenslu) voru 3564 (af þeim vóru 3431 á aldrinum 10—14 ára, en 133 yngri.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.