Skólablaðið - 01.08.1920, Qupperneq 3

Skólablaðið - 01.08.1920, Qupperneq 3
SKÓLABLAÐIÐ 103. hefir að gegna, sökkvi sjer niður í ritstörf, önnur en þau, sem nátengd eru kenslustarfinu; það er hætt vi'ð að þau dragi hugann frá aðalstarfinu, ef þau eru óskyld því. DálítiS liggur þó eftir hann frumritaS og af bókaútgáfum; en auk þess veitti hann ýmsum liSsinni viS bókasamningu og útgáfu. Pálmi Pálsson var vænn ásýndum, en varS snemma hvít- ur fyrir hærum. Um hann var þaS sannmæli, að hann var „þjettur á velli og þjettur í lund“, athugull var hann og gjör- hugull, smekkvís, reglusamur og hagsýnn um verk og fjár- stjórn. Hann var rólyndur maSur og heitar tilfinningar hlupu eigi meS hann í gönur, þó sagSi hann afdráttarlaust skoSun sína, þegar svo bauS viS aS horfa. SkapgerS hans var þannig, aS hann var vel fallinn til aS stjórna, koma góðu skipulagi á og halda uppi reglu; kom þetta best fram viS hin marg- brotnu skólastörf hans. Þótti ýmsum þaS illa fariS, er landiS hafSi ei ráS á aS festa hann annaS hvort viS forngripasafniS eSa landsbókasafniS. ViS þessi söfn hefSi notiS sín í fullum mæli reglusemi hans, hagsýni og mætur á öllu þjóSlegu, sam- fara víStækri og grundaSri þekkingu íslenskra fræSa, því aS svo reyndist nemendum hans og öSrum, aS hjá honum væri um auSugan garS aS gresja, þegar út í þjóSleg fræSi kom, hvort heldur var máliS sjálft, bókmentirnar eSa þjóShættir fornir og nýir. Pálmi Pálsson var kvæntur SigríSi Björnsdóttur Hjalte- sted. Var sambúð þeirra hin besta, og þau bæSi samhent um aS gera heimiliS aSlaSandi og skemtilegt. Þau áttu einn son, sem á legg komst, Pál. Hann er lögfræSingur og nú aSstoSar- maSur í stjórnarráSinu. Pálmi heitinn var hraustbygSur og heilsugóSur langt fram eftir aldri, en nokkur síSari árin kendi hann all mjög van- heilsu; ágerSist þaS svo síSasta vetur, aS hann sigjldi til Kaupmannahafnar sjer til heilsubótar síSasta vor, eftir aS hann hafS lokiS skólástörfum, en varS bráSkvaddur, nýkom- inn þangaS, 2T. júlí s. 1. X.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.