Skólablaðið - 01.08.1920, Qupperneq 4

Skólablaðið - 01.08.1920, Qupperneq 4
104 SKÓLABLAÐIÐ Dr. María Montessori. SíöastliSinn vetur birtist í SkólablaSinu fyrirlestur, sem jeg flutti fyrir tveim árum norSur i Eyjafirði, með fyrirsögr- inni: „Ný stefna i uppeldismálum". Reyndi jeg þar að gera grein fyrir nýjum kensluaðferðum, sem kendar eru við Dr. Maríu Montessori, ítalskan kvenlækni og uppeldisfræðing. Jeg læt mjer því í þetta sinn nægja að skírskota til fyrirlestursins, að því er snertir lýsingu á kensluaðferðum og markmiði kensl- unnar, en langar til að gera nú nokkuö frekari grein fyrir útbreiðslu Montessoriskólanna og hvað þvi máli miðar áfram, eftir því sem enskt blað „The New Commonwealth“ skýrir frá nú í vetur, eftir viStali viS M. Montessori sjálfa, er þá var stödd í Lundúnum. BlaSiS segir aS M. M. hafi fyrir fjórum árum ætlaö til Englands, í því skyni aö halda þar námsskeiS i kensluaS- feröum sínum, fyrir kennara frá öllum löndum, sem því vildu sinna. Vegna ófriSarins, sem þá stóö sem hæst, varS ekkert úr þessari fyrirætlan þá. Þau fjögur ár, sem síöan eru liSin, hefir M. M. dvalist í Ameríku og í Barcelona á Spáni og sífelt starfaS fyrir áhugamál sitt, sjerstaklega meS því aS kenna kennurum aSferSir sínar. Nú í vetur komst hiö fyrirhugaSa námsskeiS á í Lundúnum. Er þaS var í undirbúningi, sendi M. M. út áskorun til vina sinna og lærisveina, þar sem henni farast svo orö um þaS markmiS, sem hiS nýja uppeldi stefni aS : „Fjelagar! Nú er kominn tími til fyrir oss aS taka til starfa! Vjer vinnum fyrir friSinn og mannúSina á meSan háö er hiS ómannúSlegasta stríS, sem geisaS hefir. Augu vor hvíla á börnunum, því á framtíð þeirra byggist von heimsins. Vjer erum sáSmennirnir. Börn vor verSa þeir, sem uppskera. AS vinna aS því, aS kynslóSir framtíðarinnar verSi betri og göf- ugri en vjer erum — þaS er óeigingjarnt og auSmjúkt hlut- verk. Sameinum oss þá aS því verki, svo aS ríki andans megi upprenna".

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.