Skólablaðið - 01.08.1920, Page 5

Skólablaðið - 01.08.1920, Page 5
SKÓLABLAÐIÐ 105 í sambandi viS þetta námsskeiö flutti M. M. leiöbeinandi. fyrirlestra. NámsskeiSiö stóíS í fjóra mánuöi. Var gert ráö fyrir, aö hægt væri aö taka á móti 250 kennurum, sem nem- endum, en umsækjendur voru yfir 2000. Fjelög og nefndir á Bretlandi, sem fást viö mentamál og uppeldi, eru farin aö snúa athygli sinni að þessu máli. En þó þykir blaöi því, sem jeg gat um áðan, og þetta er tekið upp úr, það merkilegra, að á’hugi almennings sje einnig vaknaður. Þegar M. M. hjelt fyrirlestur um þetta efni í „The Central Hall“ i Westminster, þá var aðsóknin svo mikil, að þúsund manns urðu að snúa frá; kvað það aldrei áður hafa komið fyrir, að fyrirlestur um uppeldismál væri nándar nærri svo vel sóttur. Blaðið segir, að það sje vonandi, að þetta sje vottur þess, að afstaða manna til uppeldismálanna sje eitthvað að breytast, og að þau verði ekki lengur hornrekan meðal ahiiennra nauðsynjamála. Sje þá meiri von til, að þessum nýjustu umbótum á kenslu og uppeldi, sem taka meira tillit til eðli barnsins en nokkuru sinni áður hefir verið gert, verði gefið tækifæri til að sýna hvers virði þær eru. Síðan skýrir blaðið frá viðtali við M. M., og hvaða upplýs- ingar hún hafi gefið um útbreiðslu kensluaðferða sinna. Sjer- staklega hafa þær breiðst út á Spáni, þar sem M. M. hefir starfað síðastliðin tvö ár. Stjórnin í Catalóníu á Spáni kom fyrir tveim árum á stofn Montessori-kennaraskóla. Við hann kenna þrír prófessorar frá háskólanum í Barcelona, með fimtán aðstoðarkennurum. Barnaskóli með 120 börnum er í sambandi við þennan kennaraskóla. I borginni eru einnig ýmsir barna- skólar ríkisins farnir að fylgja Montessori-kensluaðferðunum. Fyrsta tilefni þessa var það, að fyrir fimm árum fór hópur af kennurum frá Spáni til Rómaborgar, til þess að hlusta á fyrir- lestra M. M. Tveim árum síðar var hún svo fengin til að hafa kennaranámsskeið í Barcelona. Svo vel hafa þessar að- ferðir þótt gefast á Spáni, að borgarafjelagið í Barcelona hefir skorað á stjórnina, að lögleiða Montessori-kensluaðferðirnar í öllum skólum ríkisins. I munaðarleysingjaskóla með 600

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.