Skólablaðið - 01.08.1920, Page 9

Skólablaðið - 01.08.1920, Page 9
SKÓLABLAÐIÐ 109 Fáein orð um beygingu vissra nafnorða með viðtengdum greini. Það vill oft reynast svo, að karlkyrisorS, sem enda á ur í rleirtölu, eru beygð skakt í þolfalli fleirtölunnar, þegar grein- irinn er tengdur við. Menn segja þannig einatt „aS vera votur í fæturnar“, „hundurinn beit mig í fingumar“, „jeg hitti bá'ða bændurnar úti“, „þarna sje jeg eigendumar aS skipinu". En þetta er skökk beyging, sem allir ættu aS varast, en rjetta beygingin er fæturna, finguma, bændurna, eigenduma. Allir, sem þekkja nokkuS til íslenskrar málfræSi, vita og aS þolfall fleirtölu í karlkyni af greininum er hina en ekki hinar. Vjer segjum t. d. „jeg sje hina gildu fætur þessa dýrs“, sama sem „jeg sje gildu fæturna þessa dýrs“, á sama hátt segjum vjer t. d. „hina mjóu fingur“, sama sem „mjóu fingurna“, „hina ríku bændur“, sama sem „riku bændurna“. Af þessu er auSsjeS, hvaS rjett erj þar eS endingin na kemur fyrir hina, sem hvorttveggja er hiS sama, nefnilega greinir í þolfalli fleir- tölu í karlkyni. Til þess aS þetta festist betur í minninu, set jeg hjer nokkrar vísur, er nú skal greina: HygSu grant aS greininum í góSum karlkyns nafnorSum, þeim er í fleirtölu enda’ á ur allir gæti’ aS nemendur. Athuga fleirtölu-þolfall þá, þegar orSin greini fá, ending er sem annars a, rir8 nú skulum tilfæra. Sjá hjer báSa bræðurna beita sjer á vetuma, fræSa um búskap bænduma, og brúka mál og finguma.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.