Skólablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 135 En riú er aS gera fyrir því sem er. Fyrst um sinn verSur farkenslan í svipuSu horfi og nú er. Og hvernig er hægt aS gera nauðsynlegustu bætur á húsakynnum farskólanna? Því miSur eru þau hjeruS, aS varla eru til viSunandi húsa- kynni til skólahalds. Hitt er þó algengara, og engu betra viS- fangs, aS þau heimilin, þar sem best er hýst, fást meS engu móti til aS hafa farskólana, og geta auSvitaS legiS til þess margar gildar ástæSur, því aS slíkt er meira en greiSi einn. Svo er þaS, aS skólastöSum þarf aS vera vel í sveit komiS, og þetta fer ekki æfinlega saman. ÞaS mundi þykja langt gengiS, aS skylda heimili til skólahalds meS lagaboSi, og gæti varla blessast heldur. Skyldu þess vera nokkur dæmi á landinu, aS hreppsfjelag hafi gert húsabót á bæ vegna skólabakls? Ekki er SkólablaS- inu kunnugt um aS svo sje. En gæti þaS ekki veriS ráS? Sum- ir illa hýstir bæir liggja mjög vel viS til farskólahalds, eSa þaS er kanski helst aS, aS sæmilega kenslustofu vantar, þótt bjargast mætti aS öSru leyti. Gæti þaS ekki veriS ráS, aS hreppsfjelögin hlypu undir bagga meS stöku bændum, þar sem vel liggur viö harida farskólum, og styrktu þá til nokkurra húsabóta, sem jafnframt væru miSaöar viS þarfir skólans, og' gegn því aö farskóli fengi þar inni, t. d. um ákveSiS árabil. Hjálpin gæti veriS hvort heldur beinn styrkur eSa lán. ESa þá aS hreppsfjelagiS gerSi húsabæturnar algert á sinn kostri- aS. Þetta gæti aS vísu veriS vafningasamt, ef jörS er ekki í sjálfsábúS. En annars gæti aS minsta kosti alt falliS i ljúfa löS. Þetta gæti orSiS beint hagræSi fyrir hreppsfjelögin, þau sem annars vilja nokkuS til kenslunnar kosta. ÞaS gæti víSa orSiö nóg til stórbóta, aS koma upp einu sæmilegu stofuhúsi. En um fram alt: læknastjettin og fræöslumálastjórnin þurfa aö leggjast á eitt í því, aS lækniseftirlitiS meS skólunum sje í heiSri haft í landinu. En þaS veröur því aS eins, aS því fylgi full alvara, og aS einhver árangur sjáist af því til bóta.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.