Skólablaðið - 01.10.1920, Qupperneq 9

Skólablaðið - 01.10.1920, Qupperneq 9
SKÓLABLAÐIÐ 137 staöanna er svo háttaÖ, aö hvorki ríkir nje fátækir geta annast fræðslu barna sinna, svo aS nægi. Fer svo aö jafnaSi, aS börn- in eru eftirlitslaus aS kalla á götunum, einmitt á þeim aldri sem þau eru opnust fyrir áhrifum. Gatan er slæmur skóli, þar læra þau þaS mál og siSi og hugsunarhátt, sem lítt mögu- legt er aö uppræta. Engin sanngirni er aS ætlast til, aS kenn- arinn geti þaS, er hann loks tekur viS þeim tíu ára gömlum, einkum þegar þess er gætt, hve stuttan tíma hann hefir til aS fullnægja öllum þeim kröfum, sem lögin gera. SálarfræSingum kemur saman um þaS, eftir ítarlegar rann- sóknir, aS þær venjur, sem fólk á aS nota á fullorSinsaldri, verSi aS festast innan tólf ára aldurs, en sálarlif manria er safn ótal venja. ÞaS er og reynsla skólamanna, aS sje barniS ekki orSiS leikiS í lestri, skrift og reikningi innan tólf ára aldurs, hafi þaS viS erfiSleika aS stríSa alla sína skólatíS. En þessar námsgreinar eru grundvöllur alls náms’ og hverjum manni ómissandi daglega. Nú er þaS alkunn reyrisla kennara, aS börn á skólaskyldu- aldri þekkja oft ekki stafina. Af þessu leiSir svo almenna um- kvörtun allra þeirra, sem fullorSnu fólki kenna. Þeir segja sem sje, aS grundvöllinn vanti í mörgum tilfellum, þann er barnafræSslunni er ætlaS aS leggja. Ef vel ætti aS vera, þyrftu þeir aS byrja á byrjuninni, gera fullorSinna skólana aS barna- skóla; en þess er enginn kostur; barnsaldurinn dýrmæti er liSirin og kemur ekki aftur. Sumir nemenda eru þroskaSir, og væri ranglátt aS láta þá ganga í gegnum barnanám, meS hinum seinfærari. Auk þess er námstíminn mjög takmarkaSur. VerSur því þaS ráSiS eitt fært, aS láta þessa undirbúningslitlu menn druslast meS og yfirgefa skólann lítt bænabókarfæra, þótt arinars sjeu þeir gæddir fullu viti og hæfileikum til náms. Bótin á öllum þessum vandkvæSum er auSsjáanlega sú, aS veita góSan skóla þeim grúa af börnum á 6—10 ára aldri, sem nú lifa á andlegum útigangi. Nú veit jeg, aS svariS viS þessu verSur, aS þaS sje of dýrt. Fje sje ekki fyrir hendi, eins og nú er ástatt.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.