Skólablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 8
136 SKÓLABLAÐIÐ Sumarskóli. Eftir Steingrím Arason. Dýrasta eign vor er æskulýSurinn. Ræktun hans er mesta velferðarmálið. Fámenni vort og fátækt veldur því, aS viS megum ekki viS þvi, aS gott efni fari í hundana. Hver ein- staklingur er dýrmætur. Ræktun æskulýSsins er vandasamast allra starfa. Hug og hönd hvers einasta íslendings þarf hjer til hjálpar. Væri einhver til meS þjóS vorri, sem teldi sig engu varSa uppeldismálin, þá skilur hann ekki skyldur sínar. HiS fyrsta, sem gera þarf, og sem mesta riauSsyn ber til, er aS rannsaka ástandiS. Ef viS vissum hvar viS stöndum og hvert okkur ber fyrir straumi tímans og viSburSanna, þá gæt- um viS betur ákveSiS, hvaS gera skal, og hvernig eigi aS fara aS þvi. Læknirinn byrjar á því, aS mæla hitann og rannsaka eSli og ástand sjúkdómsins, aS því loknu er hann fyrst fær um aS ákveSa lækningaraSferSina. Þá verSa þær ekki fálm í blindni, bygt á getgátum, sem annars mundi verSa. HiS sarna gildir í uppeldismálum. Vjer þurfum aS spyrja: Hvert er mentunarástand þjóSarinnar? Er því aS fara fram eSa aftur? Hver er árangur kenslunnar? I hverju er henni mest áfátt? Hverjar aSferSir færa nrestan og bestan árangur? o. s. frv. Svörin verSum vjer aS fá meS vísindalegri, gætinni og samviskusamlegri rannsókn, — mælingum, sem þannig sjeu gerSar, aS mælikvarSinn sje hinn sami, meSferS hans hin sama, hjá öllum þeim, er rannsaka. Þar til nokkuS af slikum rannsóknum hefir veriS framkvæmt, verSur aS bíSa átekta. Þó eru til þau atriSi í framkvæmd uppeldismálanna, sem hverjum manni ættu aS vera augljós. Vil jeg drepa hjer á eitt þeirra. Sem sje þörfina á góSum skólum fyrir börn innan skóla- aldurs í kauptúnum. FjölbygSir kaupstaSir mega ekki hafa sömu skólalög og sveitimar. StaShættirnir eru svo gagnólíkir. Heimilum kaup-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.