Skólablaðið - 01.10.1920, Síða 14

Skólablaðið - 01.10.1920, Síða 14
142 SKÓLABLAÐIÐ veröuir þaS sagt um ritstjóra SkólablaSsins, a'S hann hafi gerst málsvari stjórnarinnar í þessu launastappi, en í þetta sinn tók hann þó svari hennar, og þótti þetta ill og lítilmannleg aSdrótt- un, En nú geta þeir hælst um, sem ver trúSu stjórninni. Kennararnir íslensku hafa ekki veriS neinir ribbaldar til þessa. Og nauSasmáar sálir hafa stundum veriS notaSar í kenn- ara staS, og jafnvel gerst ]>ý og fótaþurkur annara, sem fara vildu kringum fræSslulögin fyrir nokkra einseyringa. Hjer er ekki átt viS þá, sem verSskulda aS kallast kennarar. Hvergi er þjóSinni öllu meiri þörf einurSar og mannlundar en meS kennurum sinum. Þeir ættu aS vera menn, sem vilja hvorttvegg'ja: gera skyldu sína og hafa rjettindi sin. Alt upp- eldi kennara og breytni þjóSar og stjórnar viS þá ætti aS miSa aS þessu. ÞaS er sama hvort ráSin eru' hjá kotungnum eSa ráSherranum, ef Jæssa er ekki gætt. En hvert stefna slík tiltæki, sem hjer var nefnt, ef kenn- arar mættu eiga hefndar von fyrir aS leita rjettar síns á prúS- mannlegan hátt og aS landslögum? — Beint aS því, aS ala upp í kennarastöSurnar lyddur og mannaþræla. Og f>aS er þeim mun ver fariS, aS kennarastjettin þyrfti fremur á hvatningu aS halda til aS lyfta höfSinu eftir ánauS og illa æfi. Síðan þessar línur voru rita'ðar hefir stjórnarráSið bætt viS einum kennara í HafnarfirSi, og sett Gunnlaug Kristmundsson í stöSuna. Ekki er þessa getið hjer stjórninni til lofs eSa afsökunar, og ekki til aS draga neitt úr þvi, sem hjer að framan er sagt. Margt verSur aS biSa næsta blaSs vegna rúmleysis. SKÓI. ABLAÐIÐ kemur út einu sinni í mánuði, 12 arkir á ári. Kostar fjórar krónur, og greiSist fyrirfram í janúar hvert ár. — Eiqandi og ritstjóri: Ilelqi Hjörvar kennari, Tjarnargötu 18. Sími 80S. Utanáskrift: SKÓLÁBLAÐIÐ, Reykjavík (Pósthólf 84>■ Reykjavík — FjelagsprentsmiSjan

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.