Skólablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 161 n'álum þjóöarinnar. En alt slíkt ver8ur í moluni fyrir stjett- inni, nema samtök og traustur fjelagsskapur komi til. Hjer er því mikið í húfi, að kennarastjettin verði vel við. Boö kennarafjelags barnaskólans hjer getur trauðla náS cllum kennurum. Þeir kennarar, sem þessar línur sjá, og ekki hafa áöur verið kvaddir til þessa máls, geröu vel í því, aö snúa sjer þegar í staö meö undirtektir sínar til Kennara- fjelags barnaskóla Reykjavíkur (eða SkólablaSsins, ef þeim líst heldur). Ritstj. Niðurjöfnun á kennurum. I sumar sem leið átti stjórnarráöiS aS veita öll barnakenn- araembætti á landinu, eins og kunnugt er. Þessum veiting- um var snúiS þannig viS, aS allir kennarar voru settir í stöSurnar, — til bráSabirgSa, aS sagt er. Þetta er sjálfsagt frávik frá kennaralögunum nýju, en jeg, fyrir mitt leyti, set ekkert út á þessar framkvæmdir stjórnarinnar á lögun- um, þótt jeg viti, aS margir eru á öSru máli. En þaS var annar ódráttur, sem fylgdi ráSstöfunum stjórn- arinnar, sem sje: kennara f æ k k u n i n. ÞaS er mjer fylli- lega kunnugt um, aS sú nýbreytni hefir komiS mörgum skóla- nefndum og kennurum illa. Skólanefndirnar auglýsa tvær kennarastöður og senda stjórninni meSmæli meS tveim kenn- urum, þar sem skólarnir hafa áSur veriS tvískiftir. Þetta er sjálfsagt, og samkvæmt reglugerS skólanna, og þær eru staS- festar af stjórnarráöinu. En svo kemur þaS eins og skollinn úr sauðarleggnum, öllum á óvart, aS viS flesta þessa tvískiftu skóla — ekki alla — er settur að eins einn kennari. Jeg varð einn af þeim, sem fjekk þaS hlutskifti, aS vérSa ein- yrki í vetur.* Jeg átti því tal um þetta viS fræðslumálastjór- * Þess skal getið, aS skólanefndin hjer ákvaS að kosta tímakennara 13 stundir á viku i vetur, svo aÖ skólinn gæti starfað með liku fyrir- komulagi og siðasta vetur. En það er ekki yfirstjórn fræðslumálanna i'ð þakka.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.